Friday, February 10

Sveitapúðar...

...þegar litli gullmolinn fór í sérherbergi um 1 árs ákvað ég að hafa sveitaþema inni hjá honum enda kom ekkert annað til greina hjá litla sveitakallinum mínum :) Það voru settir upp límiðar, gardínur, myndir og raðað upp dráttarvélum, allt eitthvað sveitadæmi. Ég prjónaði svo utan um tvo litla IKEA púða fyrir litla mann og auðvita var það sveitaþema ;) En lítið mál að gera svona og þetta gerði mikið fyrir herbergið á sínum tíma, ég saumaði svo bara í púðana það sem ég var búin að teikna upp...

Annar var með bænum og öllum dýrunum...


...og hin með dráttarvélinni (eða dráttarvélinni hans afa eins og sá stutti sagði alltaf).


...þetta vakti allavega mikla lukka hjá þessum stutta og hann hefur alltaf haldið mikið uppá þessa púða...


No comments:

Post a Comment