Tuesday, February 7

Inni kúridagur...

...meðan rokið og rigningin börðu á gluggana hjá mér í dag þá hafði ég og sonur minn það mjög gott inni í hlýjunni og dunduðum okkur við hin ýmsu verkefni...

...um daginn fór ég í góða hirðirinn og kippti með mér nokkrum hlutum heim og þar á meðal var þessi kertastjaki...


...svo hafði ég keypt þennann litla vasa um daginn í söstrene grene...


...fór svo í ILVU um helgina og keypti tvær krúsir og með smá spreyi og lími þá voila!


ég er bara nokkuð sátt með nýju morgunverðakrúsirnar mínar:) Passa vel saman með litlu krúsinni sem ég keypti í Pier...vantar bara að fylla á múslíkrúsina en það verður verkefni morgundagsins...

Sætar?

Ég og litli gutti ákváðum líka að ráðast á málingardollurnar!

 Í þessari sömu ferð í góða hirðirinn þá kippti ég með þessum litla sæta fíl...


...og þessum disk...


...og eftir smá málingu þá var fílinn mættur uppí hillu inni hjá guttanum mínum...


...hann unir sér bara vel með hinum fílnum sem ég fékk í Tiger um daginn...


...og svo að disknum, þá málaði ég hann hvítann undir og svo gráann ofaná, skellti svo á hann blómalímmiðum sem ég átti, hafði einhverntíman keypt þá í IKEA...


...málaði svo hvítt yfir límmiðana og pússaði létt yfir þegar þetta var þornað og þá var þetta bara hinn fínasti kertabakki...


...við enduðum svo daginn með þessu...


bara nokkuð góður inni kúridagur hjá mér og litla guttanum :)

No comments:

Post a Comment