Wednesday, February 8

Kvöldbæn...

...ég er búin að vera að vinna að því svona smátt og smátt að taka herbergið í gegn hjá litla manninum, aðeins að breyta um stíl hjá honum og taka út þessa skæru liti og koma inn með aðeins daufari liti og skapa meiri svona róandi og kósý stemningu og eitt af því sem pirraði mig soldi eru svörtu rúllu/myrkvunargardínurnar sem eru í herberginu hans en þetta var áður okkar herbergi, hann er sem sagt í hjónasvítunni drengurinn og við í litla/barna herberginu. Ég týmdi ekki að fara að eyða pening í nýjar innri gardínur þar sem hann fær sennilega nýjar ytri gardínur á næstunni. Mér datt þá í hug að mála á gardínurnar hans, vildi ekkert eitthvað svaka listaverk en samt svona eitthvað smá til að poppa þetta upp. Þegar hann var aðeins yngri þá átti hann sængurver með bæn á sem ég var alltaf svo hrifin af og þótti frekar leiðinlegt að geta ekki notað þegar hann fékk stærri sæng þannig mín hugmynd var bara að mála bænina á gardínurnar...

...þetta var smá svona verk þar sem það tók smá tíma að mæla allt út , þannig þetta yrði allt beint og svona nokkurnveginn jafnt allt saman, en útkoman varð sem sagt svona...


...ég skrifaði bænina bara fyrst upp með blýanti og málaði svo ofaní...


...ekkert eitthvað of áberandi og ekkert fyrir þegar það er dregið upp en ég fíla gardínurnar betur núna, finnst þetta svo falleg bæn í barnaherbergi...


næsta verk gera upp gamla kommóðu og gamla kistu í herbergið, mála einn vegg í einhverjum notarlegum lit, kaupa flotta gardínustöng og nýjar gardínur :)

4 comments:

  1. Ótrúlega sniðugt og flott. Nú skil ég hvað þú er að gera mánudögum og þriðjudögum ;0) Ætla gera svoleiðis næsta vetur.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Helena
      Kann ekkert á þetta.

      Delete
    2. Þetta er mjög fallegt hjá þér. Þú ert algjör listakona :)

      Delete
  2. Frábær hugmynd hjá þér! hvernig málningu notaðir þú og hvernig lifir þetta?

    ReplyDelete