Monday, February 27

Skreytinámskeið...

...skellti mér á kertaskreytinámskeið í kvöld, alveg ótrúlega gaman. Ég hef verið að fikta soldið við að skreyta kerti, bæði með myndum og svo með allskyns vírum og dóti og langaði soldið að læra eitthvað meira t.d. hvernig ætti að gera flott fermingar-, afmælis- og brúðkaups kerti og margt fleira. En maður fékk eitt kerti sem við skreyttum og tókum svo með heim.

Hér er sem sagt afrakstur kvöldsins...


og auðvita í nýju uppáhalds litunum, hvítt og ljós bleikt ;)


Gaman að kunna að gera svona blóm og laufblöð fyrir fermingar- og brúðkaupsskreytingar...


...smá svona borði og slaufa til að setja punktinn yfir i-ið ;)


Bara nokkuð sátt með fyrsta blómakertið mitt og auðvita fékk það heiðurssess á fallega arninum mínum...


Nú er bara að vera dugleg að halda áfram að fikta við að skreyta kerti og ég ætti ekki að eiga í erfiðleikum með að gera afmæliskertinn fyrir pjakkinn í framtíðinni ;)

No comments:

Post a Comment