Thursday, August 23

Lítil vegghilla - fyrir og eftir...

...var tekin í gegn í sveitinni! Mamma hafði á sínum tíma málað hana rauða og stenslað á hana, þetta var á þeim tíma þegar ALLT var í lit! Eldhúsin máluð gul og hillurnar rauðar og grænar, herbergin blá og rauð, baðið grænblátt og stofan græn! En síðan þá hefur margt breyst og þessi hilla fékk alltaf að hanga uppi þó að það væri búið að mála allt hvítt og hún var bara orðin svona hlutur sem maður var hættur að taka eftir en nú var komin tími á að litla sæta hillan fengi smá yfirhalningu!

Ég skundaði með hana með mér í bílskúrin þegar ég var að mála litlu kommóðurnar en svona leit hún út áður...


...svo eftir smá málningarslettu...


...og auðvita fékk hún nýtt djásn til að skarta sem á vel við svona í sveitinni en stafina keypti ég í Tiger og gaf mömmu...


...ég stenslaði svo á hana svona gamaldagslykla með ljós gráu þar sem ég var með föndurdótið mitt með mér og pússaði létt yfir allt...


...svo fór hún auðvita bara á sinn gamla stað en í nýjum búning...


Hvað finnst ykkur?
Rauð?
Hvít?

Monday, August 20

Míní kommóða...

...í sumar sá ég á blogginu hennar Stínu Sæm sem er með bloggið Svo margt fallegt, svo fallega litla kommóðu og þar sem ég var stödd fyrir vestan hjá foreldrum mínum sem eru algjörir safnarar ( safna gömlum fallegum hlutum hvort sem það eru húsgögn eða dráttarvélar ) var ég svo heppin að mamma átti tvær svona litlar sætar kommóður uppá hillu, Yes fyrir mér! og hún var svo góð að leyfa mér að eiga aðra með því skilyrði að ég myndi líka gera svona fyrir hana, aftur Yes fyrir mér!

Hér er kommóðan sem ég sá hjá Stínu Sæm og féll alveg fyrir...
 ...mynd fengin héðan...

Ég einsog svo oft áður gleymdi að taka fyrirmyndir, mundi eftir því í miðjum klíðum þannig það sýnir svona nokkurnvegin hvernig þær voru áður...


...hér er kommóðan hennar mömmu í vinnslu...


...og eftir að ég málaði hana og pússaði svo yfir til að fá old shabby look...


...þá þjónar hún nýju hlutverki núna inná baði undir skartgripi...



Hér er svo kommóðan sem ég fékk að eiga...


  ...búin að pússa yfir hana...


...og svo eftir smá málningu og pússerí...


...litla fallega skartgripaskrínið mitt...


...sem fékk sama hlutverk og hin kommóðan...


Hvernig finnst ykkur kommóðurnar koma út?
Sætar?
Hverjar ætla að fara að grafa upp gamlar kommóður?

Sunday, August 19

I'm back in town...

...og tími til að koma sér í gang aftur! En ég er sem sagt búin að eyða sumrinu mínu fyrir vestan í faðmi fjölskyldunnar í alveg hreint yndilegu veðri. En allt gott tekur enda og nú er mín komin aftur í bæinn og vinnan byrjuð og leikskólinn byrjaður hjá pjakknum, allt að komast í rútínu aftur og um að gera að koma blogginu í gang aftur enda margt sem ég á í pokahorninu sem ég á eftir að sína ykkur og margt skemmtilegt framundan sem ég á eftir að gera :)

En meðan ég var fyrir vestan þá fór ég í alveg yndislegt brúðkaup og ég læt hér fylgja með nokkrar myndir af brúðargjöfinni...


...ég bjó til lítið hjarta til að skreyta með...

...svo saumaði ég út kortið...

...og allt saman komið...


Vona að allir hafi átt góða helgi :)