Tuesday, November 13

Fuglaást...

...Já eða bara ást á dýrum í myndum, styttum eða skuggamyndum, er allaveg með smá æði þessa dagana fyrir að hafa dýr í umhverfinu mína (þá ekki lifandi þar sem ég er svo mikill ofnæmispúki) enda virðist vera eitthvað æði í gangi í heiminum og alstaðar dýr í kringum mann í öllum myndformum, en það er eitthvað svo krúttaralegt við þessar elskur :)

Um daginn keypti ég þessa elsku í RL... 

...algjört krútt finnst ykkur ekki!

En svo átt ég hérna heima nokkra púða sem voru ekki í notkun sem ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við og frekar pláss frekir. En mér hafði lengi langað í púða með skuggamynd af dýrum og ég ákvað bara að framkvæma það sjálf, fór í IKEA og keypti mér efni til að sauma púðaver og svo málaði ég bara skuggamynd á púðaverið...


...ákvað að mig langaði að gera fugla á grein og fór á netið og fann litla mynd til að hafa til hliðsjónar, svo teiknaði ég bara fríhendis stóra mynd og tók svo upp útlínurnar í gegnum efnið og svo málaði ég bara...


 ...mér finnst litlu fuglarnir mínir bara koma nokkuð vel út og ekki kostaði þetta mikið, púðann átti ég fyrir, efnið kostar minnir mig 495 kr meterinn í IKEA og svo málning og VOILA!


...Hvernig finnst ykkur litlu fuglarnir mínir?


 



Monday, November 12

Litli kistillinn minn...

sem ég hef átt í mörg ár fékk smá yfirhalningu nú um daginn, alveg nýjann búning!

Gamla lúkkið var ekki alveg að passa inn hjá mér lengur en svona leit hann út áður...


...soldið sætur en komin tími á nýtt lúkk...


...Ég pússaði hann upp og skellti á hann hvítri kalkmálningu sem ég átti...


...ég ákvað að mála bara yfir allt, festingarnar, höldurnar og allt...


...ég keypti líka smá "skraut" í Föndru um daginn sem ég límdi á áður en ég málaði hann...


 ...pússaði svo lét yfir allt saman...


...litli hvíti kalk kistillinn minn...


Segi bara eins og Dossa
Spilun eða bilun?
Hvernig finnst ykkur?

Tuesday, November 6

Sölusíða...

...Jæja eftir mikla eftirspurn og mikinn þrýsting hef ég ákveðið að koma mér upp smá sölusíðu á því sem ég er að búa til, það hefur verið nóg að gera í föndrinu og loksins þegar ég hef haft tíma til að koma mér upp smá lager þá skellti ég mér í að búa til síðu og þeir sem hafa áhuga á að skoða geta farið inná Aminney á facebook :)

Þar er hægt að skoða veifur meðal annars, sem eru æðislegar inní barnaherbergið og tilvalið að setja í jólapakkann...


...og svo hjörtu sem ég hef verið að gera í þónokkurna tíma...


Svo eru nokkrar hugmyndir í vinnslu og koma vonandi fljótlega inn :)
Endilega kíkjið á síðuna! :)

Monday, November 5

Bastkista...

Um daginn var ég að skoða bloggið hennar Soffíu , Skreytum hús eins og ég geri á hverjum degi og þar sá ég þessa æðislegu bastkörfu sem hún keypti í RL sem þið getið lesið meira um hér. 
Þannig mín greip tækifærið þar sem það var TAX FREE helgi í RL og skundaði þangað til að grípa eina körfu en svo sá ég þessar æðislegu kistur í sama stíl og ég bara alveg kollféll fyrir henni, æðislegur liturinn á henni og hentaði betur að kaupa kistu en körfu þar sem við búum í litlri íbúð og ekki mikið um plássið.


Nú get ég geymt teppin sem eru ekki eins flott ofaní kistunni (ásamt öllum jólagjöfunum sem ég er búin að kaupa;) hehe) og svo teppin og púðana sem eru svona meira kósý ofaná.


 Love it!


Hvernig finnst ykkur nýja kistan mín?
Kósýness?
eða ekki?

Ansans óheppni!

Já það hefur sko aldeilis verið skortur á bloggi uppá síðkastið en ástæðan fyrir því er að elskulega talvan mín (sem ég hef átt síðan 2005) hefur ákveðið að spá í að gefa upp andann, eða held það allaveg! Hún hefur allavega verið mjög stríðin síðustu mánuði og slekkur á sér á svona 5-10 mín fresti og þá sérstaklega ef maður er að hlaða inn myndum og svona, svo fyrir rúmum mánuði þá kom bara brunalykt og læti og hef ekki þorað að kveikja á henni fyrren nú! En nú er mín orðin ansi óþolinmóð yfir að geta ekki bloggað og því ákveðið að kveikja á þessari elsku og sjá hvað gerist...

Koma ný blogg eða ekki...

Thursday, September 27

Veifur...

...Ég var alveg sjúk í að fá svona veifur inní herbergið hjá prinsinum þegar ég myndi breyta því en þar sem ég var alveg með ákveðna liti og litasamsettningu í huga að þá vissi ég að það yrði erfitt að finna réttu veifurnar, þannig ég ákvað bara að sauma veifur fyrir hann og gat þá notað efni sem ég var með fyrir í herberginu og raðað þessu upp einsog ég vildi...


...notaði sama efni og er í púðunum og rúmteppinu hans og svo bara litapalíettuna sem var fyrir í herberginu...

...
...
...
...
...
...

...ég er voða ánægð með veifurnar og alveg komin með saumaæði eftir þetta...


...Hvernig lýst ykkur á?


...Flottar?


Ef enhver hefur áhuga á svona veifum þá er hægt að hafa samband við mig á asta_minney@hotmail.com :)

Wednesday, September 26

Pappastafir...

...Svona svo ég fari nú betur í það sem ég gerði í herberginu hjá drengnum þá ætla ég svona aðeins að fara í gegnum stafina sem ég gerði fyrir hann. Ég keypti sem sagt pappastafi í föndru G M Ó eða O, upphafstafina hjá stráknum. Ég hafði áður keypt G og málað það hvít og límt skrappappír framaná en þið getið skoðað það betur hér. En ég var búin að sjá fyrir mér lengi að hafa alla upphafstafina hans saman á langri hilli, þannig ég keypti M og O og notaði svo gamla G-ið.

Ég byrjaði á að mála stafina brúna, sama máling og ég notaði á vegginn...

...

...strikaði eftir stöfunum og klippti út...


...svo bara límt á með mod podge og mod podge yfir...


...landakortið sem ég notaði keypti ég í myconceptstore...

...
...

...skreytt með nokkrum flugrisaeðlum enda smá risaeðluæði í gangi...


...og þarna eru þeir komnir uppá nýju löngu hilluna þar sem ég sá þá alltaf fyrir mér...


...Hvað finnst ykkur?


...Hversu margar ætla að fara að kaupa sér pappastafi?


Tuesday, September 25

Herbergið - Eftir...

... Jæja loksins loksins er mín búin að koma sér í það að taka myndir af herberginu hjá drengnum og gaman að sjá hvað margar bíða spenntar eftir að sjá breytingarnar í heild sinni og ég bara þakka kærlega fyrir öll kommentin sem ég hef fengið uppá síðkastið, þið eruð frábærar!

En svona ef ég kem mér að herberginu og því sem við gerðum þá eins og þið vitið er drengurinn í hjónasvítunni og var þar fyrir parket (rúmgafl) á veggnum sem við settum upp þegar við fluttum inn, það var alveg voða sætt og notarlegt að hafa það þarna á veggnum en ég var eitthvað orðin þreytt á því og fannst alltaf svo leiðinlegt að raða inn hjá drengnum þegar parketið var, við semsagt rifum það niður og máluðum allt hvítt aftur sem var hvítt og svo veggurinn sem var grænn var málaður brúnn. Þetta voru svona stærstu breytingarnar svo var bara uppröðuninni breytt og nokkrir nýjir hlutir fengu að fljóta með ;)

Veggurinn sem áður var grænn nú orðinn brúnn...


 ...Kúrisófinn og gestarúmið...


 ...á ennþá eftir að finna gardínur...


... hnötturinn/lampinn er í eigu systur minnar en auðvita fékk pjakkurinn hann lánaðan...


...pappastafirnir sem ég keypti í föndru og málaði og límdi landakort á og veifurnar sem ég saumaði, en kem betur að þessu í öðru bloggi...


...jólafötin sem krúttið var í rúmlega 1 árs og svo sparipeysan sem hann á núna komið uppá snaga...


...hjarta sem ég saumaði með upphafstöfum pjakksins...


 ...bangsaflórann á góðum stað...


...hlutir sem pjakkurinn hefur átt frá því hann var lítill, skírnarskór, fyrstu gönguskórnir og svona...


...flugvélin flýgur um loftin...

...
...
...

...bækurnar sem eru lesnar fyrir svefninn...

...

...smá myndagrúppa, landakort/gjafapappír sem ég keypti í my concept store, lítið plakat með risaeðlum og svo handa og fótafarið hjá prinsinum sem hann bjó til í leikskólanum og gaf okkur í jólagjöf um seinustu jól...


...geymslubox sem ég keypti í ILVU fyrir soldnu síðan...


...uppáhalds bangsarnir fá að liggja í rúminu...

...

...kistan sem ég tók í gegn og þið getið lesið meira um hér ...


...risaeðlur í gluggum...

...
...

...bangsinn fær að kúra í hægindastólnum...

...

...gamla kommóðan sem ég tók í gegn, getið lesið meira um það hér ...


...vá þetta er orðinn pósturinn endalausi!...

...
...
...

Vona að þið séuð ekki búin að gefast upp á því að lesa þennann LANGA póst, so sorry elskurnar en ég ætla að koma betur inná suma þætti seinna, ætla ekki að þreyta ykkur meira í bili ;)

En svona lítur sem sagt herbergið út í dag og snáðinn voða ánægður með þetta allt saman, nokkur smáatriði sem á eftir að klára einsog að finna gardínur, hengja upp nokkrar myndir og svo langar mér í eitthvað á vegginn hjá rúminu, kannski bæn eða vísu eða eitthvað sniðugt :)

Hvernig lýst ykkur á?
Eitthvað sem þið viljið fá að vita meira um?