Tuesday, November 13

Fuglaást...

...Já eða bara ást á dýrum í myndum, styttum eða skuggamyndum, er allaveg með smá æði þessa dagana fyrir að hafa dýr í umhverfinu mína (þá ekki lifandi þar sem ég er svo mikill ofnæmispúki) enda virðist vera eitthvað æði í gangi í heiminum og alstaðar dýr í kringum mann í öllum myndformum, en það er eitthvað svo krúttaralegt við þessar elskur :)

Um daginn keypti ég þessa elsku í RL... 

...algjört krútt finnst ykkur ekki!

En svo átt ég hérna heima nokkra púða sem voru ekki í notkun sem ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við og frekar pláss frekir. En mér hafði lengi langað í púða með skuggamynd af dýrum og ég ákvað bara að framkvæma það sjálf, fór í IKEA og keypti mér efni til að sauma púðaver og svo málaði ég bara skuggamynd á púðaverið...


...ákvað að mig langaði að gera fugla á grein og fór á netið og fann litla mynd til að hafa til hliðsjónar, svo teiknaði ég bara fríhendis stóra mynd og tók svo upp útlínurnar í gegnum efnið og svo málaði ég bara...


 ...mér finnst litlu fuglarnir mínir bara koma nokkuð vel út og ekki kostaði þetta mikið, púðann átti ég fyrir, efnið kostar minnir mig 495 kr meterinn í IKEA og svo málning og VOILA!


...Hvernig finnst ykkur litlu fuglarnir mínir?


 



4 comments:

  1. mjög fallegt hjá þér! Hvernig málningu notaðir þú?

    ReplyDelete
  2. Ótrúlega flott hjá þér! Er líka forvitin hvaða málningu;) Ég keypti einmitt líka svona púða í RL en ég féll algjörlega fyrir honum;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir stelpur ;) ég notaði màlinguna hennar Mörthu Stewart, keypt í Föndru :)

    ReplyDelete