Thursday, May 10

39 ára í smá makeover...

...ég er búin að vera soldið í því að gefa gömlum húsgögnum/hlutum nýtt líf og þar er herbergi sonar míns engin undantekning en það er í svona smá makeover, tekið skref fyrir skref, ekkert verið að flýta sér sem betur fer því í miðju kafi fór minn allt í einu að hafa svo mikinn áhuga á risaeðlum sem var ekkert í þemaplaninu, en ég er sem sagt að gera svona frekar gamalt/hlýlegt/notarlegt umhverfi í herberginu hans og hafði hugsað mér að skreyta með gamaldagsmunum og dýrum, frekar hlutlaust en ekki eitthvað þema sem maður fær leið á eftir tvo mánuði. En þar sem þetta er svona hlutlaust að þá er í raun ekkert mál að koma inn með eitthvað sem hann hefur áhuga á hverju sinni og það er lítið mál að læða með einni og einni risaeðlu hér og þar til að sýna svona hvað það er sem hann vill hafa í kringum sig :) En það sem ég vildi sagt hafa að þá var ég nú að fara að tala um gamla muni, ég var búin að sníkja gamla kistu út úr mömmu sem þið getið séð hér. Í þessari sömu ferð sem þau komu í bæinn komu þau með gamla kommóðu fyrir mig, 39 ára gamla kommóðu sem að ég hélt reyndar alltaf að hefði verið keypt á sínum tíma fyrir mig, jaa hún var allavega alltaf í mínu herbergi og var notuð undir dótið mitt ;) En þegar að ég fór svo að sækjast eftir henni þá kom í ljós að faðir minn hafði fengið hana í fermingargjöf fyrir sem sagt 39 árum síðan, já ég átti hana sem sagt ekki :) En hún var komin útí gamla bæ og hafði ekki verið notuð í mörg ár þannig það var nú lítið mál að fá hana fyrir litla gullmolann sem vatnaði kommóðu undir dótið sitt ;)

Ég gleymdi því miður að taka myndir af henni áður en það var pússað yfir hana en þetta sýnir nú alveg svona nokkurnveginn hvernig hún leit út áður...

...farið að sjá svoldið á þessari elsku enda mikið notuð og seinustu ár var hún notuð undir verkfæri og dóterí...

...hér sést betur hvernig áferðin var á henni, tók þessa áður en það var búið að pússa skúffurnar...

...það þarf ekkert að spurja að því en hún var máluð hvít...

...prinsinn er voða ánægður með hana undir dótið sitt...

...ekki leiðinlegt vera aftur komin með gömlu kommóðuna "sína" inná heimilið...

...svo var hún skreytt með smá risaeðlum og gömlum/gamaldagsmunum...

...litli snáðinn var að leika sér og það er greinilegt að risaeðlur þurfa stundum skó alveg eins og við ;)

...Hvernig finnst ykkur svo útkoman?
Við erum allavega voða sátt með þetta ;)

9 comments:

  1. Æðislegt herbergi, hvað er strákurinn gamall? Eg er einmitt að setja upp herbergi fyrir minn eldri strák ( sem verður 6 ara i agust ) og er að reyna að finna hugmyndir.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir :) Litli gaur verður 3ja í ágúst. Ég var með sveitaþema áður og var orðin þreytt á þessum miklu sterku litum og eftir að maður fór að losna við smábarnadótið þá langaði mér að hafa þetta aðeins hlutlausara og geta komið bara með inn það sem hann er að fíla, börn á þessum aldri eru svo fjót að breyta að mér fannst ekki sniðugt að gera allt í t.d. disneyþema eða einhverju svoleiðis. Svona er svo auðvelt að setja risaeðlurnar ofaní skúffu og taka upp t.d. allar gröfurnar, bara svona dæmi ;)

      Delete
  2. Kommóðan er vel heppnuð og risaeðlan í skónum er yndi!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir og já mér fannst algjört æði þegar ég sá hana í skónum ;)

      Delete
  3. Mjög flott hjá þér. Má ég spurja hvar þú fékkst risaeðlumyndina í rammanum? Er með einn 3 ára sem væri alveg til í svona.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  4. Takk fyrir :) Heyrðu ég keypti einhverja risaeðlu bók í eymundsson fyrir pjakkinn minn og í henni var þetta plagat og límmiðar, mjög sniðug :)

    ReplyDelete
  5. Flott breyting hjá þér - alltaf svo skemmtilegt að gefa gömlum hlutum framhaldslíf...

    ReplyDelete
  6. Gaman að fylgjast með þér Ásta mín, algjör snillingur:D kveðja sigga

    ReplyDelete
  7. Gaman ad fylgjast med. Kv.Brynja

    ReplyDelete