Monday, April 23

Gullkista...

...allir strákar verða að eiga sína gullkistu sem þeir geta notað undir "gullið" sitt, hvort sem hún er í formi kistu, dótakassa eða bara lítið box. Mamma átti stóra trékistu sem var ekki notuð undir neitt sérstakt, hún var búin að vera til á heimilinu í mörg ár og var orðinn bara svona hlutur sem maður hætti að taka eftir, bara var þarna, en það var búið að henda ofaní hana allskonar dóti í gegnum tíðina. Þegar ég fór hugsa um það að mér langaði í kistu inní herbergið hjá syninum því það er hægt að geyma alveg endalaust af dóti í þeim þá varð mér hugsað til kistunnar sem mamma átti og auðvita varð mamma bara ánægð að losna við hana...

 
...hún var orðin frekar sjúskuð, málingin farin að flagna af og sona...
 
 
 ...en ég var bara ánægð með hvað hún var orðin sjúskuð því ég vildi hafa svona gamalt lúkk á henni...
 
 
...þessvegna pússaði ég ekkert yfir hana áður en ég málaði hana því ég vildi að skemdirnar kæmu í gegn, ég ákvað að mála hana hvíta þar sem ég er með öll húsgögnin í hvítu hjá stráknum...
 
 
 ...þarna er "gullið" hans að gægjast út...
 
 
...það kemst ekkert annað að en risaeðlur hjá pjakknum núna og er kistan því alveg kjörin undir allar risaeðlurnar sem annars taka svo mikið pláss...
 
 
...svo á kvöldin þegar pjakkurinn fer að sofa þá er alveg kjörið að setja alla púðana af rúminu hans og rúmteppið bara afaná kistuna...
 
 
...þannig þessi elska nýtist sko vel inni hjá pjakknum og ég er alveg rosa ánægð með upplyftinguna sem hún fékk ;)

6 comments:

  1. Gaman að finna bloggið þitt, þökk sé Stínu fyrir bloggpartýið. Allt svo flott hjá þér hér og ég sé að við eigum sömu uppáhaldslitina, hvítt og ljósbleikt :)
    Það verður gaman að fylgjast með hér áfram, velkomin á Blúndur og blóm á facebook ef þú "átt leið þar um" ;D

    Bestu kveðjur,
    Kristín

    ReplyDelete
  2. ps. ég vona að það hafi verið í lagi að setja link fyrir síðuna þína inn á síðuna mína :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir falleg orð og bara takk fyrir að setja link fyrir síðuna mína inná þína Kristín. Ég fylgjist alltaf reglulega með blogginu þína og finnst alveg æðislegt það sem þú ert að gera ;)

      Delete
  3. takk fyrir að linka með á bloggpartýinu og deila síðunni þinni með okkur. flott hja´þér kertin og svo ótal margt annað sem þú ert að gera. Mér finst kertin þín með myndunum æðisleg og væri alveg til í að komast upp á lagið með það einn daginn.
    á eftir að fylgjast með þér áfram, það er nokkuð ljóst

    kær kveðja
    Stína

    ReplyDelete
  4. Flott hjá þér að mála kistuna svarta innaní. Meiri leyndardómur og hyldýpi fyrir dótið.
    Gaman að finna nýtt blogg til að fylgjast með.
    Kveðja
    Kristín Sig.

    ReplyDelete