Tuesday, September 25

Herbergið - Eftir...

... Jæja loksins loksins er mín búin að koma sér í það að taka myndir af herberginu hjá drengnum og gaman að sjá hvað margar bíða spenntar eftir að sjá breytingarnar í heild sinni og ég bara þakka kærlega fyrir öll kommentin sem ég hef fengið uppá síðkastið, þið eruð frábærar!

En svona ef ég kem mér að herberginu og því sem við gerðum þá eins og þið vitið er drengurinn í hjónasvítunni og var þar fyrir parket (rúmgafl) á veggnum sem við settum upp þegar við fluttum inn, það var alveg voða sætt og notarlegt að hafa það þarna á veggnum en ég var eitthvað orðin þreytt á því og fannst alltaf svo leiðinlegt að raða inn hjá drengnum þegar parketið var, við semsagt rifum það niður og máluðum allt hvítt aftur sem var hvítt og svo veggurinn sem var grænn var málaður brúnn. Þetta voru svona stærstu breytingarnar svo var bara uppröðuninni breytt og nokkrir nýjir hlutir fengu að fljóta með ;)

Veggurinn sem áður var grænn nú orðinn brúnn...


 ...Kúrisófinn og gestarúmið...


 ...á ennþá eftir að finna gardínur...


... hnötturinn/lampinn er í eigu systur minnar en auðvita fékk pjakkurinn hann lánaðan...


...pappastafirnir sem ég keypti í föndru og málaði og límdi landakort á og veifurnar sem ég saumaði, en kem betur að þessu í öðru bloggi...


...jólafötin sem krúttið var í rúmlega 1 árs og svo sparipeysan sem hann á núna komið uppá snaga...


...hjarta sem ég saumaði með upphafstöfum pjakksins...


 ...bangsaflórann á góðum stað...


...hlutir sem pjakkurinn hefur átt frá því hann var lítill, skírnarskór, fyrstu gönguskórnir og svona...


...flugvélin flýgur um loftin...

...
...
...

...bækurnar sem eru lesnar fyrir svefninn...

...

...smá myndagrúppa, landakort/gjafapappír sem ég keypti í my concept store, lítið plakat með risaeðlum og svo handa og fótafarið hjá prinsinum sem hann bjó til í leikskólanum og gaf okkur í jólagjöf um seinustu jól...


...geymslubox sem ég keypti í ILVU fyrir soldnu síðan...


...uppáhalds bangsarnir fá að liggja í rúminu...

...

...kistan sem ég tók í gegn og þið getið lesið meira um hér ...


...risaeðlur í gluggum...

...
...

...bangsinn fær að kúra í hægindastólnum...

...

...gamla kommóðan sem ég tók í gegn, getið lesið meira um það hér ...


...vá þetta er orðinn pósturinn endalausi!...

...
...
...

Vona að þið séuð ekki búin að gefast upp á því að lesa þennann LANGA póst, so sorry elskurnar en ég ætla að koma betur inná suma þætti seinna, ætla ekki að þreyta ykkur meira í bili ;)

En svona lítur sem sagt herbergið út í dag og snáðinn voða ánægður með þetta allt saman, nokkur smáatriði sem á eftir að klára einsog að finna gardínur, hengja upp nokkrar myndir og svo langar mér í eitthvað á vegginn hjá rúminu, kannski bæn eða vísu eða eitthvað sniðugt :)

Hvernig lýst ykkur á?
Eitthvað sem þið viljið fá að vita meira um?

8 comments:

  1. vá, en vel heppnað! Mér finnst litapallettan æði, öfunda þig pínu af Ikea mottunni sætu og svo ertu með svo sætar töskur og box um allt, love it!

    ReplyDelete
  2. Ótrúlega flott og vel heppnað hjá þér! Veifurnar æðislegar, elska mottuna og brúni liturinn kemur mjög vel út. Landakortið sem að þú límdir á stafina er það úr myconceptstore? og hvernig málningu notaðir þú á stafina?

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir stelpur :)Ég er voða ánægð með útkomuna og Hjördís landakortið er úr myconceptstore, það sama og ég er með innrammað og ég notaði bara afgangs málingu frá brúna veggnum á stafina ;)

    ReplyDelete
  4. Takk fyrir tetta. eg er buin ad kaupa stafina nu er bara ad koma ser i ad mala ta.

    Kv.Hjordis

    ReplyDelete
  5. Þetta er rosa hlýlegt og flott. Já mottan á gólfinu er æði!
    Kv. Kristín Sig.

    ReplyDelete
  6. Vá hvað þetta er fallegt hjá þér, allt útpælt! :)

    Hvað kostuðu stafirnir? :)

    Hvað heitir liturinn á veggjunum?

    ReplyDelete
  7. Vá hvað það er gaman að fá svona skemmtileg comment, takk fyrir allar sem ein :)
    Held að stafirnir hafi kostað tæpar 900 kr stk og liturinn sem ég er með heitir Solid og er keyptur í húsasmiðjunni, ég er alveg rosa ánægð með hann :)

    ReplyDelete