Monday, February 13

Fuglahús í G - dúr og fullt af pappír...

...stökk aðeins inní Föndru um helgina til að kaupa pappastafi og eitthvað dúllerí og í leiðinni rakst ég á lítið fuglahús sem var á 50 % afslátti og kippti því með þar sem ég var búin að vera að leita af sætu litlu fuglahúsi inní herbergið hjá stubbnum og það besta við þetta fuglahús var að það var alveg hrátt og gat ég því alveg ráðið því hvernig ég vildi hafa það :) Litli stubburinn var mjög ánægður með þetta þar sem hann fékk að mála húsið meðan mamman málaði stafi og hjarta sem ég hafði keypti í RL sem átti að vera til hvítt líka en var bara til brúnt þegar ég fór þannig þá var bara að taka upp pensilinn og hvítu málinguna...

Stafirnir sem ég keypti ásamt skrapp-pappír sem ég notaði...


Stafirnir voru málaðir hvítir svo klippti ég út pappír og límdi á framhliðina, G-ið sem er upphafsstafurinn hjá stubbnum fékk gamaldagslúkk...


 Hér er G-ið komið á sinn stað í glugganum...


...og unir sér vel þar...



en ef við snúum okkur að fuglahúsinu þá eins og ég sagði fékk gullmolinn að dunda sér að mála með mömmu sinni og stóð hann sig ótrúlega vel...


...ég þurfti bara aðeins að klára að mála það...


...en ég sem sagt málaði það allt hvít, málaði svo þakið blátt og svart inní og klippti út pappír ( sama pappírinn og ég notai á G-ið ) og límdi á framhliðina...


...og þá var litla sæta fuglahúsið sem ég keypti á einhvern 200 kall tilbúið...


 ...hér er hjartað sem ég keypti um daginn í RL...


...og þar sem ég er ekkert voða mikið fyrir svona brúnt eða það allavega passar ekki inn hjá mér þá skellti ég bara smá hvítri málingu á það og pússaði svo létt yfir til að fá svona gamalt lúkk. Mér finnst það allaveg koma betur út svona...



...þegar ég var búin að þessu þá var mín komin í eitthvað pappírsstuð og þar sem ég er að reyna að koma betra skipulagi á allt í þessari litlu íbúð okkar þá hef ég verið að kaupa mér svona smátt og smátt geymslubox og töskur á útsölu til að nota fyrir smádót ( þá aðalega föndurdótið mitt ). Ég keypti þetta box á eitthvað slikk um daginn en fannst það ekkert eitthvað voða fallegt svona svart...


...en eftir smá pappír...


...féll alveg fyrir þessum pappír þegar ég var í söstrene grene um daginn en því miður dugði hann ekki á lokið líka þannig það er spurning um að:
  • kaupa meiri pappír fyrir lokið 
  • mála það hvítt bara 
  • mála það bleikt
Hvað finnst ykkur?

...svo átti ég skókassa niðrí geymslu...


...og pappír uppí skáp...


...og þetta tvennt átti bara svona vel saman, segið svo að það sé ekki hægt að pakka kössum inn ;) Miklu skemmtilegra að opna skápinn og fallegir kassar blasa við manni :)

En helgin var bara nokkuð notaleg og skemmtileg hjá okkur fjölskyldunni, vona að þið hafið átt jafn góða helgi :D

1 comment:

  1. Mála lokið bleikt :)
    Mikið er gaman að skoða þetta hjá þér sæta

    ReplyDelete