Tuesday, February 21

Baðherbergi #1

...svo margt sem mér langar að gera og bæta inná baðherbergi, flísaleggja, bæta við skápum, skipuleggja, nýtt bað, smíða utanum þvottavélina og þurkarann, nýr spegill, hilla, flísaleggja var ég nokkuð búin að nefna það, mála, flísaleggja og svo mætti lengi telja. En þar sem ég er ekki ennþá búin að vinna í lottóinu (þarf samt kannski að taka þátt til að vinna) þá var ekki til setunar boðið en nota bara það sem til var fyrir og breyta því og bæta :)
Ákvað því um helgina að ráðast á einn vegginn í baðherberginu, en þar er ég með LACK hillu fyrir handklæðin og svo skiptiborð (sem er hægt er að nota sem kommóðu líka) sem ég er reyndar hætt að nota sem skiptiborð þar sem pjakkurinn er orðin svo stór en ég bara tými ekki að henda því í geymslu þar til ég þarf að nota það aftur þannig núna þjónar það þeim tilgangi að vera bara kommóða. En það var farið að sjá aðeins á því, aðeins farið að brotna uppúr á löppunum og orðið eitthvað rispað þannig mig langaði að gera eitthvað við það...

Hér koma fyrir myndir en bara af þessum vegg, eitt í einu gott fólk, eitt í einu...


Draumurinn er að setja stóra skápa þarna (í stíl við vegginn á móti sem þið fáið að sjá seinna) þar sem þetta er baðherbergi/þvottahús en þetta er alveg ágætis bráðabirgða lausn þangað til...


Fallega skiptiborðið/kommóðan mín (sjáið kannski á þessari mynd að það er sko mikil þörf á að flísaleggja gólfið)...


...þar sem ég er alveg sjúk í allt hvítt þessa dagana þá stökk mín í húsasmiðjuna og keypti sér hvíta málningu, og svo var ekkert annað að gera en skrúfa í sundur, pússa og mála þar til hún leit svona út...


...ég sem sagt pússaði og grunnaði svo yfir og málaði svo nokkrar umferðir af hvítu málningunni...


...ég er bara mjög ánægð með nýju kommóðuna/skiptiborðið mitt, finnst vera einhver sjarmi yfir hvítu, það er eitthvað svo stílhreint og notalegt ...


...en þið hafið kannski tekið eftir annarri breytingu líka, LACK hillan sem var eikarlituð er orðin hvít, en ég átti aðra inni hjá syni mínum sem var þar til bráðabirgða og ég bara svissaði á hillum. Svo var bara að setja eitthvað stílhreint og fallegt í hillurnar í stíl...


...kúpullinn er úr RL og blómið og rósakertið úr IKEA...


... kertaglas úr IKEA..


...æðislegur diskur úr IKEA undir skartið...


...voða bleikt og rómó...


...Hvernig finnst ykkur þetta svo koma út?
Flottari svona eða eins og hún var áður?


...ég er allaveg mjög ánægð með breytinguna sem varð á baðherberginu mínu í dag...


...ein svona í tilefni dagsins...


...og svo eftir alla vinnu helgarinnar þá fannst mér ég eiga þetta skilið...


Vona að allir hafi átt ánægjulegan bolludag :)

3 comments:

  1. Ótrúlega flott hjá þér allt sem þú gerir!

    ReplyDelete
  2. Like á þetta ekkert smá flott

    ReplyDelete
  3. Vá, það breytir alltaf svo miklu að mála hvítt! Vel heppnað og fallegt!

    ReplyDelete