Wednesday, February 1

Fyrir litlu sveitakallana...

...smá verkefni sem ég gerði fyrir jólin. Átti tvo gamla IKEA ramma niðrí geymlu sem ég var alltaf að spá hvað ég ætti að gera við, ég vildi ekki henda þeim. Svo þegar systir mín minnstist á að hún vildi hafa sveitaþema í herberginu hjá litla guttanum sínum þá ákvað ég að draga fram rammana og föndra eitthvað sniðugt sveitaþema fyrir guttann hennar og ætlaði svo að gera eitthvað annað þema fyrir minn litla :) Ég fór í föndru og keypti upphafsstafinn þeirra s.s. tvö G :)

Hér eru rammarnir fyrir og stafirnir sem ég keypti...


Svo eftir að ég var búin að mála annan og dúlla aðeins við hann þá heimtaði litli minn að hans rammi yrði alveg eins, það þetta endaði í tveimur eins sveitarömmum :)


Málaði sem sagt bara rammana bláa og meðan þeir voru blautir málaði ég smá yfir með ljós brúnum og gráum til að fá smá hreyfingu í þá, málaði líka stafina bláa. Þegar þeir voru þornaðir þá málaði ég dráttarvél og litlar kindur á þá, svo bara límdi ég stafina á leðurbút sem ég átti og þá voru þeir reddý!

Fínt fyrir litla sveitakalla :)

1 comment: