Wednesday, September 26

Pappastafir...

...Svona svo ég fari nú betur í það sem ég gerði í herberginu hjá drengnum þá ætla ég svona aðeins að fara í gegnum stafina sem ég gerði fyrir hann. Ég keypti sem sagt pappastafi í föndru G M Ó eða O, upphafstafina hjá stráknum. Ég hafði áður keypt G og málað það hvít og límt skrappappír framaná en þið getið skoðað það betur hér. En ég var búin að sjá fyrir mér lengi að hafa alla upphafstafina hans saman á langri hilli, þannig ég keypti M og O og notaði svo gamla G-ið.

Ég byrjaði á að mála stafina brúna, sama máling og ég notaði á vegginn...

...

...strikaði eftir stöfunum og klippti út...


...svo bara límt á með mod podge og mod podge yfir...


...landakortið sem ég notaði keypti ég í myconceptstore...

...
...

...skreytt með nokkrum flugrisaeðlum enda smá risaeðluæði í gangi...


...og þarna eru þeir komnir uppá nýju löngu hilluna þar sem ég sá þá alltaf fyrir mér...


...Hvað finnst ykkur?


...Hversu margar ætla að fara að kaupa sér pappastafi?


No comments:

Post a Comment