Tuesday, March 18

Ísland gamla Ísland...

...ástkær fósturjörð...

Það er ekkert land sem er með svona fallega lögun einsog okkar fallega Ísland og alltaf gaman að skreyta heima hjá sér með "Íslandi"

Langar að sýna ykkur ostabakka sem ég bjó mér til í iðnskólanum...


...hafði upphaflega hugsað mér að gefa hann í jólagjöf en gat svo ekki hugsað mér að láta hann frá mér!


...enda fær hann að vera uppá punt á milli þess sem hann er ekki notaður...
:)

Sunday, March 16

Nokkrir jólahlutir...

Veit það er Mars og kannski ekki við  hæfi að tala um jóladót en langar að sýna ykkur nokkra "jóla" hluti sem ég bjó til í tréhönnun fyrir jólin...


Hér koma hlutirnir...


...Stjörnustjaki fyrir sprittkerti...



...Hreindýr...



...Kertastjakar...



..."Let it Snow" kubbar...



...Jólatré...

Hvernig finnst ykkur?

Sunday, March 9

Tölvutaska

Jæja best að fara að henda inn einu og einu bloggi til að koma sér í gang aftur! En mig langar aðeins að sýna ykkur tölvutösku sem ég var að hanna og búa til sjálf, en ég er sem sagt í námi í Iðnskólanum í Hafnarfirði á listnámsbraut sem ég er alveg að elska! Í einum áfanganum áttum við sem sagt að hanna tösku utan um ipad eða fartölvuna okkar og ég valdi að búa til tösku fyrir fartölvuna mína sem heppnaðist bara ágætlega...


...Hér er ég byrjuð að skera út og sauma (ekki bestu gæðin í myndunum)...


...ég notaði filt efni í mína tösku...



...og skurðarbretti úr IKEA...



...setti vasa inní hana...


...og sauma svo leðuról og handsaumaði áttablaða rósin á lokið...


Ég er bara nokkuð ánægð með nýju tölvutöskuna mína og hún ásamt öllum hinum töskunum var sett upp í skólanum til sýnis en þið getið lesið meira um það hér ásamt hinu töskunum :)