Tuesday, November 13

Fuglaást...

...Já eða bara ást á dýrum í myndum, styttum eða skuggamyndum, er allaveg með smá æði þessa dagana fyrir að hafa dýr í umhverfinu mína (þá ekki lifandi þar sem ég er svo mikill ofnæmispúki) enda virðist vera eitthvað æði í gangi í heiminum og alstaðar dýr í kringum mann í öllum myndformum, en það er eitthvað svo krúttaralegt við þessar elskur :)

Um daginn keypti ég þessa elsku í RL... 

...algjört krútt finnst ykkur ekki!

En svo átt ég hérna heima nokkra púða sem voru ekki í notkun sem ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við og frekar pláss frekir. En mér hafði lengi langað í púða með skuggamynd af dýrum og ég ákvað bara að framkvæma það sjálf, fór í IKEA og keypti mér efni til að sauma púðaver og svo málaði ég bara skuggamynd á púðaverið...


...ákvað að mig langaði að gera fugla á grein og fór á netið og fann litla mynd til að hafa til hliðsjónar, svo teiknaði ég bara fríhendis stóra mynd og tók svo upp útlínurnar í gegnum efnið og svo málaði ég bara...


 ...mér finnst litlu fuglarnir mínir bara koma nokkuð vel út og ekki kostaði þetta mikið, púðann átti ég fyrir, efnið kostar minnir mig 495 kr meterinn í IKEA og svo málning og VOILA!


...Hvernig finnst ykkur litlu fuglarnir mínir?


 



Monday, November 12

Litli kistillinn minn...

sem ég hef átt í mörg ár fékk smá yfirhalningu nú um daginn, alveg nýjann búning!

Gamla lúkkið var ekki alveg að passa inn hjá mér lengur en svona leit hann út áður...


...soldið sætur en komin tími á nýtt lúkk...


...Ég pússaði hann upp og skellti á hann hvítri kalkmálningu sem ég átti...


...ég ákvað að mála bara yfir allt, festingarnar, höldurnar og allt...


...ég keypti líka smá "skraut" í Föndru um daginn sem ég límdi á áður en ég málaði hann...


 ...pússaði svo lét yfir allt saman...


...litli hvíti kalk kistillinn minn...


Segi bara eins og Dossa
Spilun eða bilun?
Hvernig finnst ykkur?

Tuesday, November 6

Sölusíða...

...Jæja eftir mikla eftirspurn og mikinn þrýsting hef ég ákveðið að koma mér upp smá sölusíðu á því sem ég er að búa til, það hefur verið nóg að gera í föndrinu og loksins þegar ég hef haft tíma til að koma mér upp smá lager þá skellti ég mér í að búa til síðu og þeir sem hafa áhuga á að skoða geta farið inná Aminney á facebook :)

Þar er hægt að skoða veifur meðal annars, sem eru æðislegar inní barnaherbergið og tilvalið að setja í jólapakkann...


...og svo hjörtu sem ég hef verið að gera í þónokkurna tíma...


Svo eru nokkrar hugmyndir í vinnslu og koma vonandi fljótlega inn :)
Endilega kíkjið á síðuna! :)

Monday, November 5

Bastkista...

Um daginn var ég að skoða bloggið hennar Soffíu , Skreytum hús eins og ég geri á hverjum degi og þar sá ég þessa æðislegu bastkörfu sem hún keypti í RL sem þið getið lesið meira um hér. 
Þannig mín greip tækifærið þar sem það var TAX FREE helgi í RL og skundaði þangað til að grípa eina körfu en svo sá ég þessar æðislegu kistur í sama stíl og ég bara alveg kollféll fyrir henni, æðislegur liturinn á henni og hentaði betur að kaupa kistu en körfu þar sem við búum í litlri íbúð og ekki mikið um plássið.


Nú get ég geymt teppin sem eru ekki eins flott ofaní kistunni (ásamt öllum jólagjöfunum sem ég er búin að kaupa;) hehe) og svo teppin og púðana sem eru svona meira kósý ofaná.


 Love it!


Hvernig finnst ykkur nýja kistan mín?
Kósýness?
eða ekki?

Ansans óheppni!

Já það hefur sko aldeilis verið skortur á bloggi uppá síðkastið en ástæðan fyrir því er að elskulega talvan mín (sem ég hef átt síðan 2005) hefur ákveðið að spá í að gefa upp andann, eða held það allaveg! Hún hefur allavega verið mjög stríðin síðustu mánuði og slekkur á sér á svona 5-10 mín fresti og þá sérstaklega ef maður er að hlaða inn myndum og svona, svo fyrir rúmum mánuði þá kom bara brunalykt og læti og hef ekki þorað að kveikja á henni fyrren nú! En nú er mín orðin ansi óþolinmóð yfir að geta ekki bloggað og því ákveðið að kveikja á þessari elsku og sjá hvað gerist...

Koma ný blogg eða ekki...