Saturday, September 1

Afmæliskaka...

Já í byrjun ágúst varð litli prinsinn 3ja ára og þar sem við eyðum sumarfríinu okkar alltaf fyrir vestan þá er það orðið árlegt að halda uppá afmælið þar :) Sonur systir minnar á svo afmæli í enda júlí þannig við erum farnar að slá þessu saman í eina veislu sem er mjög þæginlegt :) Það þurfti því að finna þema fyrir einn 1 árs og svo einn 3ja ára og þegar maður er orðinn 3ja þá veit maður alveg hvað maður vill! Sá stóri vildi sko fá gröfuköku og það var farið á netið að leita af hugmyndum, mátti ekki vera of flókið þar sem tíminn var af skornum skammti ( það var verslunarmannahelgi og við vorum á ættarmóti daginn áður ), sonurinn vildi samt ekki eitthvað slor en að lokum komumst við að samkomulagi um hvernig kakan ætti að vera og ekkert of flókin VEIII! En svo var það 1 árs pjakkurinn, hann varð líka að fá sína köku og þar sem hann er nú ekki farin að tjá sig mikið þá ákvað ég bara að gera sveitaþema fyrir hann enda er verið að gera herbergið hans upp og sveitaþema varð fyrir valinu :)

Ég ákvað svo að skella þessu saman í eina stóra köku í stað þess að gera 2 minni kökur...


...sem sagt mjög auðveld kaka, bara skella í eina skúffuköku, krem og svo skreyta smá, gæti ekki verið auðveldara! Gröfuþema fyrir þennan eldri...


...og sveitaþema fyrir þann yngri...


...þar sem kallinn kom vestur til að eyða síðustu frídögunum með okkur þá fékk hann það hlutverk að koma með allt smádótið sem var notað til að skreyta kökuna...


...svo er bara að láta ýmindunaraflið ráða...


...Djúpur notaðar sem heyrúllur...


...læt fylgja með 2 myndir af veisluborðinu...


...svo ein af mér með afmælisprinsana...


...Strákarnir voru yfirsig hrifnir af afmæliskökunni :)


1 comment:

  1. Skemmtileg kaka, hvern hefði grunað að djúpur væru svona fínar heyrúllur? :-)

    ReplyDelete