Tuesday, March 18

Ísland gamla Ísland...

...ástkær fósturjörð...

Það er ekkert land sem er með svona fallega lögun einsog okkar fallega Ísland og alltaf gaman að skreyta heima hjá sér með "Íslandi"

Langar að sýna ykkur ostabakka sem ég bjó mér til í iðnskólanum...


...hafði upphaflega hugsað mér að gefa hann í jólagjöf en gat svo ekki hugsað mér að láta hann frá mér!


...enda fær hann að vera uppá punt á milli þess sem hann er ekki notaður...
:)

Sunday, March 16

Nokkrir jólahlutir...

Veit það er Mars og kannski ekki við  hæfi að tala um jóladót en langar að sýna ykkur nokkra "jóla" hluti sem ég bjó til í tréhönnun fyrir jólin...


Hér koma hlutirnir...


...Stjörnustjaki fyrir sprittkerti...



...Hreindýr...



...Kertastjakar...



..."Let it Snow" kubbar...



...Jólatré...

Hvernig finnst ykkur?

Sunday, March 9

Tölvutaska

Jæja best að fara að henda inn einu og einu bloggi til að koma sér í gang aftur! En mig langar aðeins að sýna ykkur tölvutösku sem ég var að hanna og búa til sjálf, en ég er sem sagt í námi í Iðnskólanum í Hafnarfirði á listnámsbraut sem ég er alveg að elska! Í einum áfanganum áttum við sem sagt að hanna tösku utan um ipad eða fartölvuna okkar og ég valdi að búa til tösku fyrir fartölvuna mína sem heppnaðist bara ágætlega...


...Hér er ég byrjuð að skera út og sauma (ekki bestu gæðin í myndunum)...


...ég notaði filt efni í mína tösku...



...og skurðarbretti úr IKEA...



...setti vasa inní hana...


...og sauma svo leðuról og handsaumaði áttablaða rósin á lokið...


Ég er bara nokkuð ánægð með nýju tölvutöskuna mína og hún ásamt öllum hinum töskunum var sett upp í skólanum til sýnis en þið getið lesið meira um það hér ásamt hinu töskunum :) 

Friday, September 27

Aminney...

...er sem sagt sölusíðan mín á facebookinu sem ég sagði frá hérna einu sinni. En það var komin ágætis þrýstingur á mig með að koma með sölusíðu þar sem ég gæti sýnt allt sem ég er að gera og hefur síðan bara gengið vonum framar :) En þið sem hafið áhuga endilega fylgjist með á facebook...


...þar er hægt að finna veifur í barnaherbergið...


...


...


...sæta púða í barnaherbergið...


...


...


...


...handsaumuð skraut hjörtu...


...lítil og stór...


...


...


...einnig með upphafsstöfunum fyrir litlu krílin...


...


...


...


...


...kort fyrir allt og alla...


...hvort sem það er fyrir litlu skotturnar...


...skvísurnar...


...sængurgjöf eða skírn...


...


...fyrir guttana...


...fyrir útskriftina...


...eða ferminguna...


...þar er einnig að finna armbönd og hálsmen...


...


...


...Úff held að þetta sé orðinn pósturinn endalausi! 
Einnig er þar smá jóladót sem ég segi frá seinna þegar nær dregur ;) 
En þið sem hafið áhuga endilega kíkjið á Aminney þar sem þið getið skoðað þetta betur :)

Wednesday, September 18

Sveita sveita...

...Litli pjakkurinn hann frændi minn varð 2ja ára í sumar og þar sem hann er algjör sveitastrákur og allt í sveitaþema í herberginu hans þá ákvað ég að búa til smá svona "sveita" gjöf fyrir hann. Ég er mikið að sauma veifur og púða í barnaherbergi sem ég er að selja og ég var búin að safna að mér nokkrum sætum sveitaefnum og skellti því í einn sveitapúða og auðvita eina sveita veifu með...


...


...öll sveitadýrin samankomin...


...og dráttarvélar...


...eitthvað fyrir litlu sveitastrákana...


...Hvernig finnst ykkur?

Tuesday, September 17

DIY púði...

...ég ákvað fyrir jólin í fyrra að reyna að búa til sem flestar jólagjafirnar sjálf! Langar að sýna ykkur einn púða sem mjög auðvelt er að gera en þetta er sem sagt púði sem ég gerði fyrir systir mína og þar sem hún á hest og er algjör hestastelpa þá ákvað ég að setja á hann vísu sem passaði svo flott fyrir hana...


...ég saumaði bara hvítt púðaver útanum púðafyllingu sem ég keypti...


...fann vísuna á netinu...


...notaði svo fatalit og voila!...


...þá var ég komin með þennan stóra kósý púða sem systir mín fékk svo í jólagjöf og var mjög ánægð með :)
Ég blandaði bara saman tveimur leturgerðum svona til að setja punktinn yfir i-ið!
Hvernig finnst ykkur?