Monday, March 19

Fermingar...

...eiga allann minn hug þessa dagana, eða það er að segja fermingarkort :) Í fyrra byrjaði ég á því að sauma út og búa til kort fyrir allskonar tilefni hvort sem það voru afmælis-, brúðkaups-, skírnar-, jóla-, fermingarkort eða bara fyrir hvaða tilefni sem er. Núna er fermingartímabilið að ganga í garð og ég nota hvert tækifæri til þess að sauma út...


Það er nú ekki leiðinlegt á kvöldin að sitja uppí sófa undir teppi við kertaljós (og lampaljós) og sauma út...


...og það eiga eftir að fara nokkur kvöld í kortagerð í viðbót :)

Getið haft samband við mig ef þið hafið áhuga á að kaupa kort ;)

Thursday, March 15

Geisladiskagleði...

...hver man ekki eftir tímabilinu sem maður var alltaf að skrifa geisladiska, velja uppáhaldslögin sín og auðvita diskur fyrir hvert tækifæri, hvort sem maður vildi hlusta á diskó-, hipphopp-, jazz-, rólegatónlist eða eitthvað annað, þetta var auðvita fyrir tíma i-podsins ;) En allaveg þá átti ég ofaní skúffu hjá mér alveg helling af gömlum diskum og margir orðnir vel rispaðir en ég týmdi einhverveginn  aldrei að henda þeim, svo um daginn rakst ég á voða sniðuga hugmynd þar sem myndir eru límdar á geisladiska og auðvita varð mín að prófa...

Ég prentaði sem sagt út myndir sem voru á þessari síðu (man því miður ekki í augnablikinu hvað hún heitir) og límdi á með mod podge...

...geisladiskarnir mínir hafa því fengið nýtt notagildi hvort sem ég nota þá fyrir glasamottu, bakka undir kerti eða bara uppá skraut...


...það er einnig hægt að breyta þeim í klukkur (geri það kannski seinna), ég er allavega ánægð með að rispuðu diskarnir eru nú komnir með eitthvað notagildi annað en að þvælast fyrir í skúffunum mínum ;)


Svo nú er um að gera fyrir þá sem eiga gamla rispaða diska að kippa þeim uppúr skúffunum og gera þá sæta ;)

Tuesday, March 6

Smá fylling...

...mamma átti hjá mér bakka sem ég hafði keypt fyrir hana og þegar ég vissi að hún væri að koma í bæinn til mín þá ákvað ég að fylla bakkann hennar með smá dúlleríi (ekki gat ég afhent henni tómann bakka!) Þannig hann var fylltur með kertum, hjarta og gömlum geisladiskum...


Aðeins  skemmtilegra að fá fullann bakka en tómann :)


Ótrúlega gaman að tína til svona smádót og henda í bakka ég gæti leikið mér aðþví endalaus, ættið að prófa ;)

Afmælisbakki...

...elskulega systir mín átti afmæli núna um daginn og ákvað ég þá að henda saman smá föndri fyrir litlu syss ;)
Vissi að á óskalistanum hennar var kerti frá mér með hestamynd á og langaði mér að föndra eitthvað meira fyrir hana, eitthvað lítið sætt í nýja húsið hennar :) Vissi að mér langaði að gefa henni bakka með ýmsu sætu í og fór ég því í söstrene grene og fékk þar lítinn viðarbakka, ég hafði svo keypt fyrir nokkru síðan pappastafinn K sem hún átti að fá í afmælisgjöf, svo var bara að mála bakkann og raða í ásamt öðru dúlleríi sem ég bjó til...

Gleymdi að taka mynd af bakkanum áður en ég byrjaði á honum en þarna er ég byrjuð að grunna hann...


Málaði hann bara alveg hvítann...


Hestakertið sem var á óskalistanum ásamt hjarta sem ég saumaði...


K-ið málað hvítt og skrapp pappír límdur framaná...


og svo allt saman...


Bakki, pappastafur, kerti, hjarta og gamlir geisladiskar bara nokkuð sætt saman...


Allavega var skottan hún systir mín ánægð þegar hún fékk þetta ásamt Disney köku og brauðbókinni :)