Thursday, August 23

Lítil vegghilla - fyrir og eftir...

...var tekin í gegn í sveitinni! Mamma hafði á sínum tíma málað hana rauða og stenslað á hana, þetta var á þeim tíma þegar ALLT var í lit! Eldhúsin máluð gul og hillurnar rauðar og grænar, herbergin blá og rauð, baðið grænblátt og stofan græn! En síðan þá hefur margt breyst og þessi hilla fékk alltaf að hanga uppi þó að það væri búið að mála allt hvítt og hún var bara orðin svona hlutur sem maður var hættur að taka eftir en nú var komin tími á að litla sæta hillan fengi smá yfirhalningu!

Ég skundaði með hana með mér í bílskúrin þegar ég var að mála litlu kommóðurnar en svona leit hún út áður...


...svo eftir smá málningarslettu...


...og auðvita fékk hún nýtt djásn til að skarta sem á vel við svona í sveitinni en stafina keypti ég í Tiger og gaf mömmu...


...ég stenslaði svo á hana svona gamaldagslykla með ljós gráu þar sem ég var með föndurdótið mitt með mér og pússaði létt yfir allt...


...svo fór hún auðvita bara á sinn gamla stað en í nýjum búning...


Hvað finnst ykkur?
Rauð?
Hvít?

2 comments:

  1. Hún var nú reyndar voða sæt rauð en er æðisleg í hvítu, lyklarnir koma mjög vel út!

    ReplyDelete
  2. Flott breyting! Þessi hilla er bara tískudrós og er alltaf falleg ef hún fær upplyftingu reglulega ;)
    Kv. Hannaha

    ReplyDelete