Monday, August 20

Míní kommóða...

...í sumar sá ég á blogginu hennar Stínu Sæm sem er með bloggið Svo margt fallegt, svo fallega litla kommóðu og þar sem ég var stödd fyrir vestan hjá foreldrum mínum sem eru algjörir safnarar ( safna gömlum fallegum hlutum hvort sem það eru húsgögn eða dráttarvélar ) var ég svo heppin að mamma átti tvær svona litlar sætar kommóður uppá hillu, Yes fyrir mér! og hún var svo góð að leyfa mér að eiga aðra með því skilyrði að ég myndi líka gera svona fyrir hana, aftur Yes fyrir mér!

Hér er kommóðan sem ég sá hjá Stínu Sæm og féll alveg fyrir...
 ...mynd fengin héðan...

Ég einsog svo oft áður gleymdi að taka fyrirmyndir, mundi eftir því í miðjum klíðum þannig það sýnir svona nokkurnvegin hvernig þær voru áður...


...hér er kommóðan hennar mömmu í vinnslu...


...og eftir að ég málaði hana og pússaði svo yfir til að fá old shabby look...


...þá þjónar hún nýju hlutverki núna inná baði undir skartgripi...



Hér er svo kommóðan sem ég fékk að eiga...


  ...búin að pússa yfir hana...


...og svo eftir smá málningu og pússerí...


...litla fallega skartgripaskrínið mitt...


...sem fékk sama hlutverk og hin kommóðan...


Hvernig finnst ykkur kommóðurnar koma út?
Sætar?
Hverjar ætla að fara að grafa upp gamlar kommóður?

5 comments:

  1. Ótrúlega flottar hjá þér! Verst að það var ekki til önnur fyrir mig! :/

    ReplyDelete
    Replies
    1. Verður bara að reyna að redda einni fyrir þig ;)

      Delete
  2. Æðislega flottar hjá þér kommóðurnar, svo sætar svona hvítar og shabby. mín hafði einmitt verið bæði græn og rauð og pínu gillt með, virðist hafa verið voða inn hér á marglita tímabilinu ;)
    kv Stína

    ReplyDelete