Sunday, September 23

Herbergið hjá prinsinum - Fyrir...

...svo ég haldi nú áfram með herbergið hjá prinsinum þá ætla ég að koma hérna með nokkrar fyrir myndir af herberginu eins og það var áður en ég byrjaði að breyta til s.s. myndir frá því að sveitaþemað var hjá honum, en ég er búin að vera að breyta herberginu bara svona smátt og smátt í soldinn tíma, verið að kaupa inn hluti og skipta út litum en svo loksins um daginn var ráðist á aðalbreytingarnar ( rífa niður parket á veggnum og mála ) en ég er ekki ennþá búin að mynda herbergið alveg bak og fyrir og sá stutti farinn að sofa þannig þið fáið fyrir myndir núna svo kemur breytingin seinna :)

...nokkrar hérna þegar sá stutti var ennþá í rimlarúmi...

...
...

 ...sá stutti að leika sér í herberginu sínu...


...Svo eftir að pjakkurinn var kominn í stærra rúm...
 

... verðið að afsaka jóladótið en myndirnar voru teknar í kringum jólin ...


...parketið á veggnum var rúmgaflinn okkar og það pirraði mig alltaf hvað það var leiðinlegt að raða inn hjá honum með þetta parket, en hann er sem sagt í hjónasvítunni þar sem barnaherbergi var bara of lítið því við erum líka með svefnsófa inni hjá honum sem ég tými ekki að losa mig við því fjölskyldan mín býr útá landi og tengdamamma fyrir austan fjall og ég get ekki hugsað mér að fjölskyldan mín gisti annarstaðar en hjá okkur þegar þau eru í bænum :)

...
...
...

... púðar sem ég prjónaði fyrir prinsinn en þið getið lesið meira um þá hér...

 
... ég var orðin frekar þreytt á öllum skæru litunum og skort á geymsluplássi fyrir dótið og vildi því skapa róandi og notarlegt umhverfi með betra skipulagi og meira geymslupláss fyrir allt dótið sem pjakkurinn á :) Kem svo með myndir af "nýja" herberginu við fyrsta tækifæri :)

2 comments:

  1. Mikið er þetta skemmtilegt hjá þér og æðislegir prjónapúðarnir :)
    kveðja frá einni sem "dettur" einstaka sinnum hingað inn :)
    Halla

    ReplyDelete
  2. ég er að verða svakalega spennt að sjá nyja herbergið, miðað við hvað við sáum um daginn þá er breytinginn skemmtileg.
    og púðarnir eru æðislegir!

    kv Stína

    ReplyDelete