Wednesday, April 4

Lítið skrín og ný kertakrús...

...ég keypti mér lítið skrín um daginn í RL og þar sem það passaði ekki alveg inn hjá mér þá ákvað ég að leika mér aðeins við að breyta því :) Ég átti fallegann skrapppappír sem ég hafði keypt í skrapp og gaman, svo þurfti ég ekki meira en skæri, pensil og mod podge og þá var bara að byrja...


...og útkoman varð þessi...


...svo var bara að setja eitthvað í skrínið og þá var tilvalið að setja blúndur, efni og perlur í þar sem ég er nýbúin að eignast mína fyrstu saumavél :)


Svo átti ég tóma krukku undan ólívum sem ég föndraði smá með, prentaði út gamaldagsmynd, mod podge, smá snæri, borði og eitt lítið hjarta...


...þá var komin þessi fína kertakrús...


...og saman leit þetta svona út...


...og með smá punti sem ég fékk sem elskuleg amma mín átti (litli ramminn og litla kannan)...


...ég er bara nokkuð ánægð með nýju hlutina mína :)
Hvað finnst ykkur?

5 comments:

  1. hvað er mod podge? er það lím sem þú setur á krukkur?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Held það sé bara hægt að nota Mod podge á eiginlega hvað sem er, er hálfgert lím, gerir það að verkum að þegar það er þornað að þá er hægt að þurka af hlutnum án þess að pappírinn eyðileggist ;)

      Delete
  2. Sælar, getur þú sett inn linka á þessar fallegu myndir sem þú ert með á kertunum :)

    ReplyDelete
  3. Væri til í linka á myndirnar sem þú ert með á kertunum, einhverjar hugmyndir? :)

    ReplyDelete