Tuesday, April 10

Gullið fyrir vestan...

...við fjölskyldan fórum vestur í sveitina um páskana til mömmu og pabba og þar er sko fullt af gulli, stórt háaloft fullt af alskonar dóti og drasli og svo gamli bærinn sem sagt gamla íbúðarhúsið sem búið er að byggja við og hefur verið notað sem bílskúr í mörg mörg ár en þar er einnig hægt að grafa upp alskonar gamalt dót. Ég alveg elska að komast í þessa gullkistu og núna gróf ég upp eldgamla trétösku í gamla bænum fulla af gömlum bókum en það er búið að vera draumur minn núna í smá tíma að eignast gamlar bækur til að hafa bara uppá skraut uppí hillu...


...þær eru ornar vel sjúskaðar en það er bara flott...


...en þær voru báðar í eigu frænda míns...


...bækurnar una sér vel uppá arninum hjá mér innan um öll kertaljósin...


...finnst eitthvað svo rómó og notalegt við gamlar bækur...


...ég er alveg að elska "nýju" gömlu bækurnar mínar :) 
Hvað finnst ykkur?


1 comment:

  1. Alveg sammála. Gamlar og lúnar bækur eru flottar. Gaman að geta grafið upp eitthvað sem fjölskyldan hefur átt.
    Kveðja
    Kristín Sig.

    ReplyDelete