Saturday, April 7

Fermingar...

...eins og allir vita þá eru fermingarnar á fullu núna og margt sem þarf að huga að í sambandi við þær. Ég var hérna heima í sveitinni hjá mömmu og pabba að leika mér að gera uppstillingu á háborð bara með því sem ég fann hérna á heimilinu, hugmyndin kviknaði þegar það var sagt í gríni við systir mína hvort ég gæti ekki bara skreytt sal fyrir verðandi mág hennar sem á að fermast á morgun. Þá ákvað ég að prófa að búa til svona smá uppstillingu sem þau getu notfært sér ef þau vildu, þemað á sem sagt að vera svart og grátt og ég vissi að hann væri mikið fyrir krossara...


Ég týndi til tösku sem móðir mín á (flott að hafa upphækkun á háborðinu), nokkra kertastjaka, fyrstu gönguskóna sem bróðir minn á, staf, mótorhjól og steinakall allt í eigu bróður míns...
En sniðugt að týna til svona persónulega hluti og hafa með inná milli, eins og þarna skóna, staf sem tengist barninu og ég setti mótorhjólið afþví ég vissi að hann hefði mikinn áhuga á hjólum...


Vantar bara blómaskreytinguna en í staðinn fékk björninn að vera með á mynd ;)


...þarna tók ég út motorhjólið og setti tvær dráttarvélar í staðinn, flott fyrir sveitastrákinn...


...og svo þarna er ég búin að setja gamlann bíl fyrir þá sem eru með bíladellu...
En það er hægt að leika sér alveg endalaust og bara um að gera að týna til það sem maður á heima :)
Vona að einhver geti nýtt sér þetta ;)

No comments:

Post a Comment