Tuesday, May 8

Baðherbergi # 2...

...Já baðherbergið fékk smá meikover í gær eða réttar sagt einn veggurinn þannig þetta mjakast áfram hægt og rólega (listinn yfir það sem þarf að gera á baðherberginu styttist hægt og rólega). En áður var ég búin að taka kommóðu í gegn sjá hér. Ég fór sem sagt í Europrise á völlunum um daginn þar sem það var rýmingarsala og fékk þennan fína spegil á um 1600 kr. Svo var ég búin að kaupa rammahillu í IKEA áður og bætti með smá dúlleríi og þá var það komið, ekki dýrar breytingar en ég er mjög ánægð með þær...

Spegillinn sem var áður var bara spegill sem við áttum og passaði ágætlega þegar ég var með eikina inná baði en eftir að ég var búin að mála og skipta yfir í hvítt þá var hann ekki að passa ( þoldi heldur ekki hvað skvettist mikið á hann þar sem hann náði of langt niður að vaskinum). 


 Svo fannst mér alltaf svo tómlegt á veggnum fyrir ofan klósettið...

Nýji spegillinn kominn upp og mér finnst baðherbergið bara hafa stækkað þar sem hann er svo breiður...

og svo fór rammahillan fyrir ofan klósettið...

              

              FYRIR...                                                                                                          EFTIR...












Ekki miklar breytingar sem voru gerðar í þetta sinn og kostuðu ekki mikið en mér finnst þetta gera mikinn svip á baðherbergið mitt og er alveg hæst ánægð með þetta...

Fiðrildi sem ég átti, klukka úr IKEA, gömul ilmvatnsglös, og rammi úr Europrise sem kostaði undir 100 krónum...

Næst á dagskrá er að gera smá meikover á litlu hillunni sem sést glitta í á fyrstu myndinni ;)

3 comments: