Thursday, March 15

Geisladiskagleði...

...hver man ekki eftir tímabilinu sem maður var alltaf að skrifa geisladiska, velja uppáhaldslögin sín og auðvita diskur fyrir hvert tækifæri, hvort sem maður vildi hlusta á diskó-, hipphopp-, jazz-, rólegatónlist eða eitthvað annað, þetta var auðvita fyrir tíma i-podsins ;) En allaveg þá átti ég ofaní skúffu hjá mér alveg helling af gömlum diskum og margir orðnir vel rispaðir en ég týmdi einhverveginn  aldrei að henda þeim, svo um daginn rakst ég á voða sniðuga hugmynd þar sem myndir eru límdar á geisladiska og auðvita varð mín að prófa...

Ég prentaði sem sagt út myndir sem voru á þessari síðu (man því miður ekki í augnablikinu hvað hún heitir) og límdi á með mod podge...

...geisladiskarnir mínir hafa því fengið nýtt notagildi hvort sem ég nota þá fyrir glasamottu, bakka undir kerti eða bara uppá skraut...


...það er einnig hægt að breyta þeim í klukkur (geri það kannski seinna), ég er allavega ánægð með að rispuðu diskarnir eru nú komnir með eitthvað notagildi annað en að þvælast fyrir í skúffunum mínum ;)


Svo nú er um að gera fyrir þá sem eiga gamla rispaða diska að kippa þeim uppúr skúffunum og gera þá sæta ;)

No comments:

Post a Comment