Tuesday, March 6

Afmælisbakki...

...elskulega systir mín átti afmæli núna um daginn og ákvað ég þá að henda saman smá föndri fyrir litlu syss ;)
Vissi að á óskalistanum hennar var kerti frá mér með hestamynd á og langaði mér að föndra eitthvað meira fyrir hana, eitthvað lítið sætt í nýja húsið hennar :) Vissi að mér langaði að gefa henni bakka með ýmsu sætu í og fór ég því í söstrene grene og fékk þar lítinn viðarbakka, ég hafði svo keypt fyrir nokkru síðan pappastafinn K sem hún átti að fá í afmælisgjöf, svo var bara að mála bakkann og raða í ásamt öðru dúlleríi sem ég bjó til...

Gleymdi að taka mynd af bakkanum áður en ég byrjaði á honum en þarna er ég byrjuð að grunna hann...


Málaði hann bara alveg hvítann...


Hestakertið sem var á óskalistanum ásamt hjarta sem ég saumaði...


K-ið málað hvítt og skrapp pappír límdur framaná...


og svo allt saman...


Bakki, pappastafur, kerti, hjarta og gamlir geisladiskar bara nokkuð sætt saman...


Allavega var skottan hún systir mín ánægð þegar hún fékk þetta ásamt Disney köku og brauðbókinni :)

3 comments:

  1. Auðvitað var ég geðveikt ánægð með þennan snilldar bakka! :)

    ReplyDelete
  2. Hvar fékkstu K-ið?? :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. K-ið er pappastafur sem ég keypti í föndru sem ég málaði og límdi skrappappír framaná :)Það eru líka stundum til svona stafir í Tiger :)

      Delete