Tuesday, February 14

MATUR...

...ég sá um daginn í Hús og híbýli (jólablaðið) þar sem var innlit hjá Kolbrúnu Pálínu og þar voru sem sagt stafir límdir á vegg í eldhúsi sem á stóð Matur og ég féll alveg fyrir þessari hugmynd. Ég stökk því í föndru og keypti mér stafi, millistærð af viðarstöfum en þeir kostuðu tæpar 250 kr stk.

Hér eru stafirni ásamt minnstustærð af upphafstöfum hjá stubbnum (kem að því síðar í öðrum pósti).


En ég málaði mína stafi hvíta og hafði keypt segul sem ég svo límdi aftaná og svo skellti ég þessu bara á ísskápinn...


...þeir una sér bara vel á ísskápnum ásamt listaverki litla mannsins á heimilinu :)


2 comments:

  1. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og sniðugt að hafa þetta á ísskápnum

    ReplyDelete