Tuesday, September 10

Nýtt lúkk...

Einhverntímann í janúar síðastliðnum keypti ég mér litla kommóðu á barnalandi, ég var búin að vera að leita í smá tíma af kommóðu sem passaði bakvið hurð inní hjónaherberginu, hún mátti ekkert vera mjög stór. Ég fann svo eina litla á einhvern 2500 kall minnir mig sem ég ákvað að gera upp...


...Hún var frekar sjúskuð, hafði verið notuð í geymslu undir húfur og vettlinga...


...ég ákvað að kalkmála hana bara hvíta og svo skipti ég um höldur, setti glærar sem ég átti fyrir hérna heima...


...


...passar svo fínt inní herbergið...


...mynd af litla gullmolanum þegar hann var lítill og skartið, s.s. "gossið mitt"...


...ég er bara voða sátt með litlu kommóðuna sem ég keypti...


...fuglapúðinn kominn þarna inní svefnerbergið...

...

...Hvernig finnst ykkur litla kommóðan mín?...
...Ánægðar með að ég skuli vera komin aftur?...

2 comments:

  1. Vel heppnuð kommóða og fallegt svefnherbergi!

    ReplyDelete
  2. Kommóðan er mjög flott svona hvít og smá spari með þessum höldum! Mér finnst svefnherbergið mjög huggulegt, allt passar saman og virðist svo notalega snyrtilegt. Brúni liturinn í náttborðunum og hurðinni kemur með hlýju og óformlegheit á móti þessu formlega svarta og hvíta. :)
    Kv. Hanna

    ReplyDelete