Tuesday, June 5

Lítill vasi fær nýtt hlutverk...

...Ég hafði einu sinni kippt með mér heim úr RL litlum vasi úr körfu þar sem allt var á 100 kall og hafði hugsað mér að setja hann sem fót á krukku en þar sem mér fannst hann of mjór og valtur þorði ég því ekki þannig ég hef mikið verið að spá hvað ég ætti nú að gera með þennann litla sæta vasa, svo allt í einu einn daginn kviknaði á ljósaperu! Mér vantaði einn svona lítinn nettann kertastjaka til að hafa með í kertastjakagrúbbunni minni og mín fór beint í að ath hvort það væri ekki hægt að troða kerti í vasann og vitir menn kertið smell passaði það var bara eins og þessi tvö (kertið og vasinn) ættu bara heima saman! Þá var bara að ná í spreybrúsann og klára dæmið...

Svona leit litli glervasinn minn út áður...
  
...og eftir smá sprey meðferð er hann mættur í grúbbuna...

...keypti svo sæt græn sumarleg kerti í IKEA...

...smá bling bling...

...Litla sæta grúbban mín...

Hvernig finnst ykkur nýji kertastjakinn minn?

1 comment:

  1. Þetta kemur ótrúlega vel út - góð hugmynd hjá þér. Það er svo skemmtilegt að gefa gömlum hlutum framhaldslíf með þessum hætti!

    ReplyDelete