Friday, September 27

Aminney...

...er sem sagt sölusíðan mín á facebookinu sem ég sagði frá hérna einu sinni. En það var komin ágætis þrýstingur á mig með að koma með sölusíðu þar sem ég gæti sýnt allt sem ég er að gera og hefur síðan bara gengið vonum framar :) En þið sem hafið áhuga endilega fylgjist með á facebook...


...þar er hægt að finna veifur í barnaherbergið...


...


...


...sæta púða í barnaherbergið...


...


...


...


...handsaumuð skraut hjörtu...


...lítil og stór...


...


...


...einnig með upphafsstöfunum fyrir litlu krílin...


...


...


...


...


...kort fyrir allt og alla...


...hvort sem það er fyrir litlu skotturnar...


...skvísurnar...


...sængurgjöf eða skírn...


...


...fyrir guttana...


...fyrir útskriftina...


...eða ferminguna...


...þar er einnig að finna armbönd og hálsmen...


...


...


...Úff held að þetta sé orðinn pósturinn endalausi! 
Einnig er þar smá jóladót sem ég segi frá seinna þegar nær dregur ;) 
En þið sem hafið áhuga endilega kíkjið á Aminney þar sem þið getið skoðað þetta betur :)

Wednesday, September 18

Sveita sveita...

...Litli pjakkurinn hann frændi minn varð 2ja ára í sumar og þar sem hann er algjör sveitastrákur og allt í sveitaþema í herberginu hans þá ákvað ég að búa til smá svona "sveita" gjöf fyrir hann. Ég er mikið að sauma veifur og púða í barnaherbergi sem ég er að selja og ég var búin að safna að mér nokkrum sætum sveitaefnum og skellti því í einn sveitapúða og auðvita eina sveita veifu með...


...


...öll sveitadýrin samankomin...


...og dráttarvélar...


...eitthvað fyrir litlu sveitastrákana...


...Hvernig finnst ykkur?

Tuesday, September 17

DIY púði...

...ég ákvað fyrir jólin í fyrra að reyna að búa til sem flestar jólagjafirnar sjálf! Langar að sýna ykkur einn púða sem mjög auðvelt er að gera en þetta er sem sagt púði sem ég gerði fyrir systir mína og þar sem hún á hest og er algjör hestastelpa þá ákvað ég að setja á hann vísu sem passaði svo flott fyrir hana...


...ég saumaði bara hvítt púðaver útanum púðafyllingu sem ég keypti...


...fann vísuna á netinu...


...notaði svo fatalit og voila!...


...þá var ég komin með þennan stóra kósý púða sem systir mín fékk svo í jólagjöf og var mjög ánægð með :)
Ég blandaði bara saman tveimur leturgerðum svona til að setja punktinn yfir i-ið!
Hvernig finnst ykkur?

Tuesday, September 10

Nýtt lúkk...

Einhverntímann í janúar síðastliðnum keypti ég mér litla kommóðu á barnalandi, ég var búin að vera að leita í smá tíma af kommóðu sem passaði bakvið hurð inní hjónaherberginu, hún mátti ekkert vera mjög stór. Ég fann svo eina litla á einhvern 2500 kall minnir mig sem ég ákvað að gera upp...


...Hún var frekar sjúskuð, hafði verið notuð í geymslu undir húfur og vettlinga...


...ég ákvað að kalkmála hana bara hvíta og svo skipti ég um höldur, setti glærar sem ég átti fyrir hérna heima...


...


...passar svo fínt inní herbergið...


...mynd af litla gullmolanum þegar hann var lítill og skartið, s.s. "gossið mitt"...


...ég er bara voða sátt með litlu kommóðuna sem ég keypti...


...fuglapúðinn kominn þarna inní svefnerbergið...

...

...Hvernig finnst ykkur litla kommóðan mín?...
...Ánægðar með að ég skuli vera komin aftur?...

Hingað og ekki lengra!

Já þetta er ekki alveg að ganga...hef enga afsökun lengur! Ný tölva löngu komin í hús og ég hef ekki ennþá komið mér í gang og byrjað að blogga aftur, fór alltaf reglulega hér inn og ætlaði mér að byrja þar sem frá var horfið en svo bara vissi ég ekkert hvar ég ætti að byrja og að ég þyrfti að blogga svo mikið, að sýna ykkur svo mikið að ég hrökklaðist alltaf út aftur, en nú hef ég ákveðið að byrja bara á því sem mig langar að gera en ekkert endilega í réttri tímaröð þannig verse gu! :)