Wednesday, June 27

Lítið hjarta...

...mér finnst alveg ótrúlega gaman að skoða myndir á netinu til að fá innblástur og hugmyndir og get alveg eytt mörgum tímum við að skoða fallegar myndir en ég er búin að sanka að mér alveg helling af myndum sem ég skoða aftur og aftur og sumar af einhverju sem mér langar að gera eða búa til, þessi mynd af þessu litla hjarta er ég einmitt búin að eiga í soldinn tíma og lét loksins verða af því að gera svona hjarta sjálf...

Hér kemur fyrst mynd af hjartanu sem ég fann á netinu, man því miður ekki hvaðan hún kemur...


Hér er svo hjartað sem ég bjó til...


Ég átti gamalt hör koddaver sem ég var ekki að nota lengur sem ég notaði í þetta...

 ...og svona lítur þá litla hjartað mitt út :)


Saturday, June 23

Yndislegur sumardagur...

...ekki annað hægt en að skella sér út í göngu þegar veðrið er svona yndislegt og þar sem ég var með myndavélina í töskunni minni þá tók ég nokkrar myndir...

 
Vona að þið hafið átt góðan dag í þessu yndislega veðri :)

Wednesday, June 20

Fyrsta litla saumaverkefnið...

...Já mín fjárfesti í sinni fyrstu saumavél um daginn, ekki seinna vænna, búið að vera draumur minn í smá tíma að eignast mína saumavél :) Ég hef ekki mikla reynslu af saumaskap ENNÞÁ en það breytist vonandi fljótt, elska allavega að geta hugsað til þess að ef það er eitthvað sem þarf að laga eða sauma að þá get ég bara gert það sjálf ;) Ég er sem sagt búin að vígja nýju vélina og saumaði mér eitt stk lítið púðaver með blúndu...


...svo stenslaði ég bara á verið...


Er bara voða sátt með nýja púðann minn :)
Ég alveg elska þetta efni sem ég keypti í IKEA ;)
Svo á dagskrá er að sauma sumargardínur fyrir eldhúsgluggann og gardínur í herbergið hjá gullmolanum  :)

Tuesday, June 5

Lítill vasi fær nýtt hlutverk...

...Ég hafði einu sinni kippt með mér heim úr RL litlum vasi úr körfu þar sem allt var á 100 kall og hafði hugsað mér að setja hann sem fót á krukku en þar sem mér fannst hann of mjór og valtur þorði ég því ekki þannig ég hef mikið verið að spá hvað ég ætti nú að gera með þennann litla sæta vasa, svo allt í einu einn daginn kviknaði á ljósaperu! Mér vantaði einn svona lítinn nettann kertastjaka til að hafa með í kertastjakagrúbbunni minni og mín fór beint í að ath hvort það væri ekki hægt að troða kerti í vasann og vitir menn kertið smell passaði það var bara eins og þessi tvö (kertið og vasinn) ættu bara heima saman! Þá var bara að ná í spreybrúsann og klára dæmið...

Svona leit litli glervasinn minn út áður...
  
...og eftir smá sprey meðferð er hann mættur í grúbbuna...

...keypti svo sæt græn sumarleg kerti í IKEA...

...smá bling bling...

...Litla sæta grúbban mín...

Hvernig finnst ykkur nýji kertastjakinn minn?

Bloggleysi...

...já það má með sanni segja að það sé búið að vera bloggleysi á þessum bæ! En ástæðan fyrir því er að við mæðginin fórum í vikufrí í sveitina í sauðburð, svo vorum við með gesti í rúma viku hjá okkur og svo bara búið að vera eitthvað voða erfitt að koma sér aftur í gang með að blogga! En nú skal tekið á þessu og með hækkandi sólu og sumaryl er ekki annað hægt en að koma með falleg og létt sumarblogg :)

Læt hér fylgja með nokkrar myndir af því sem við höfum verið að bralla á meðan ekkert var bloggað! ;)


Tiltekt á svölunum en það er næsta verkefni að gera þær meira kósý, kaupa borð og stóla og sona en ég blogga um það þegar því verkefni er lokið ;)