Monday, April 23

Gullkista...

...allir strákar verða að eiga sína gullkistu sem þeir geta notað undir "gullið" sitt, hvort sem hún er í formi kistu, dótakassa eða bara lítið box. Mamma átti stóra trékistu sem var ekki notuð undir neitt sérstakt, hún var búin að vera til á heimilinu í mörg ár og var orðinn bara svona hlutur sem maður hætti að taka eftir, bara var þarna, en það var búið að henda ofaní hana allskonar dóti í gegnum tíðina. Þegar ég fór hugsa um það að mér langaði í kistu inní herbergið hjá syninum því það er hægt að geyma alveg endalaust af dóti í þeim þá varð mér hugsað til kistunnar sem mamma átti og auðvita varð mamma bara ánægð að losna við hana...

 
...hún var orðin frekar sjúskuð, málingin farin að flagna af og sona...
 
 
 ...en ég var bara ánægð með hvað hún var orðin sjúskuð því ég vildi hafa svona gamalt lúkk á henni...
 
 
...þessvegna pússaði ég ekkert yfir hana áður en ég málaði hana því ég vildi að skemdirnar kæmu í gegn, ég ákvað að mála hana hvíta þar sem ég er með öll húsgögnin í hvítu hjá stráknum...
 
 
 ...þarna er "gullið" hans að gægjast út...
 
 
...það kemst ekkert annað að en risaeðlur hjá pjakknum núna og er kistan því alveg kjörin undir allar risaeðlurnar sem annars taka svo mikið pláss...
 
 
...svo á kvöldin þegar pjakkurinn fer að sofa þá er alveg kjörið að setja alla púðana af rúminu hans og rúmteppið bara afaná kistuna...
 
 
...þannig þessi elska nýtist sko vel inni hjá pjakknum og ég er alveg rosa ánægð með upplyftinguna sem hún fékk ;)

Sunday, April 15

Helgarföndrið...

...já það var dundað sér við að föndra nokkur kerti laugardagskvöldið og haldið áfram núna í kvöld. Maður verður að nýta það að það er enn dimmt á kvöldið svo það er hægt að kveikja á kertum, en hér er afrakstur helgarinnar...


Fallegu kisturnar mínar sem ég keypti fyrir vestan alveg tilvaldar undir kerti...

 
Vona að þið hafið átt jafn notarlega og skemmtilega helgi og ég :)

Páskaungi...

...veit að páskarnir eru búnir en þar sem við fjölskyldan fórum vestur yfir páskana þá var ekki mikið um páskaskraut á þessu heimili (enda ekki mikið til, þarf að bæta úr því). En litli 2ja ára gullmolinn minn kom heim af leikskólanum með þennann yndislega litla páskaunga sem hann föndraði og ég bara varð að setja inn myndir af herlegheitunum enda stolt móðir hér á ferð...


...litli hnoðrinn í hreiðrinu sínu...


Fallegur?
Þetta er allavega lang fallegasta páskaskrautið mitt, er svo ánægð með listaverk sonarins kannski hann verði handóður föndrari eins og mamma sín þegar hann verður stór ;)
En þar sem ég fékk ekki að njóta litla hnoðrans um páskana þá fær hann að vera eitthvað áfram uppí hillu hjá mér, þetta er bara litli vorboðinn minn :)

Tuesday, April 10

Gullið fyrir vestan...

...við fjölskyldan fórum vestur í sveitina um páskana til mömmu og pabba og þar er sko fullt af gulli, stórt háaloft fullt af alskonar dóti og drasli og svo gamli bærinn sem sagt gamla íbúðarhúsið sem búið er að byggja við og hefur verið notað sem bílskúr í mörg mörg ár en þar er einnig hægt að grafa upp alskonar gamalt dót. Ég alveg elska að komast í þessa gullkistu og núna gróf ég upp eldgamla trétösku í gamla bænum fulla af gömlum bókum en það er búið að vera draumur minn núna í smá tíma að eignast gamlar bækur til að hafa bara uppá skraut uppí hillu...


...þær eru ornar vel sjúskaðar en það er bara flott...


...en þær voru báðar í eigu frænda míns...


...bækurnar una sér vel uppá arninum hjá mér innan um öll kertaljósin...


...finnst eitthvað svo rómó og notalegt við gamlar bækur...


...ég er alveg að elska "nýju" gömlu bækurnar mínar :) 
Hvað finnst ykkur?


Saturday, April 7

Fermingar...

...eins og allir vita þá eru fermingarnar á fullu núna og margt sem þarf að huga að í sambandi við þær. Ég var hérna heima í sveitinni hjá mömmu og pabba að leika mér að gera uppstillingu á háborð bara með því sem ég fann hérna á heimilinu, hugmyndin kviknaði þegar það var sagt í gríni við systir mína hvort ég gæti ekki bara skreytt sal fyrir verðandi mág hennar sem á að fermast á morgun. Þá ákvað ég að prófa að búa til svona smá uppstillingu sem þau getu notfært sér ef þau vildu, þemað á sem sagt að vera svart og grátt og ég vissi að hann væri mikið fyrir krossara...


Ég týndi til tösku sem móðir mín á (flott að hafa upphækkun á háborðinu), nokkra kertastjaka, fyrstu gönguskóna sem bróðir minn á, staf, mótorhjól og steinakall allt í eigu bróður míns...
En sniðugt að týna til svona persónulega hluti og hafa með inná milli, eins og þarna skóna, staf sem tengist barninu og ég setti mótorhjólið afþví ég vissi að hann hefði mikinn áhuga á hjólum...


Vantar bara blómaskreytinguna en í staðinn fékk björninn að vera með á mynd ;)


...þarna tók ég út motorhjólið og setti tvær dráttarvélar í staðinn, flott fyrir sveitastrákinn...


...og svo þarna er ég búin að setja gamlann bíl fyrir þá sem eru með bíladellu...
En það er hægt að leika sér alveg endalaust og bara um að gera að týna til það sem maður á heima :)
Vona að einhver geti nýtt sér þetta ;)

Wednesday, April 4

Lítið skrín og ný kertakrús...

...ég keypti mér lítið skrín um daginn í RL og þar sem það passaði ekki alveg inn hjá mér þá ákvað ég að leika mér aðeins við að breyta því :) Ég átti fallegann skrapppappír sem ég hafði keypt í skrapp og gaman, svo þurfti ég ekki meira en skæri, pensil og mod podge og þá var bara að byrja...


...og útkoman varð þessi...


...svo var bara að setja eitthvað í skrínið og þá var tilvalið að setja blúndur, efni og perlur í þar sem ég er nýbúin að eignast mína fyrstu saumavél :)


Svo átti ég tóma krukku undan ólívum sem ég föndraði smá með, prentaði út gamaldagsmynd, mod podge, smá snæri, borði og eitt lítið hjarta...


...þá var komin þessi fína kertakrús...


...og saman leit þetta svona út...


...og með smá punti sem ég fékk sem elskuleg amma mín átti (litli ramminn og litla kannan)...


...ég er bara nokkuð ánægð með nýju hlutina mína :)
Hvað finnst ykkur?