Thursday, May 10

39 ára í smá makeover...

...ég er búin að vera soldið í því að gefa gömlum húsgögnum/hlutum nýtt líf og þar er herbergi sonar míns engin undantekning en það er í svona smá makeover, tekið skref fyrir skref, ekkert verið að flýta sér sem betur fer því í miðju kafi fór minn allt í einu að hafa svo mikinn áhuga á risaeðlum sem var ekkert í þemaplaninu, en ég er sem sagt að gera svona frekar gamalt/hlýlegt/notarlegt umhverfi í herberginu hans og hafði hugsað mér að skreyta með gamaldagsmunum og dýrum, frekar hlutlaust en ekki eitthvað þema sem maður fær leið á eftir tvo mánuði. En þar sem þetta er svona hlutlaust að þá er í raun ekkert mál að koma inn með eitthvað sem hann hefur áhuga á hverju sinni og það er lítið mál að læða með einni og einni risaeðlu hér og þar til að sýna svona hvað það er sem hann vill hafa í kringum sig :) En það sem ég vildi sagt hafa að þá var ég nú að fara að tala um gamla muni, ég var búin að sníkja gamla kistu út úr mömmu sem þið getið séð hér. Í þessari sömu ferð sem þau komu í bæinn komu þau með gamla kommóðu fyrir mig, 39 ára gamla kommóðu sem að ég hélt reyndar alltaf að hefði verið keypt á sínum tíma fyrir mig, jaa hún var allavega alltaf í mínu herbergi og var notuð undir dótið mitt ;) En þegar að ég fór svo að sækjast eftir henni þá kom í ljós að faðir minn hafði fengið hana í fermingargjöf fyrir sem sagt 39 árum síðan, já ég átti hana sem sagt ekki :) En hún var komin útí gamla bæ og hafði ekki verið notuð í mörg ár þannig það var nú lítið mál að fá hana fyrir litla gullmolann sem vatnaði kommóðu undir dótið sitt ;)

Ég gleymdi því miður að taka myndir af henni áður en það var pússað yfir hana en þetta sýnir nú alveg svona nokkurnveginn hvernig hún leit út áður...

...farið að sjá svoldið á þessari elsku enda mikið notuð og seinustu ár var hún notuð undir verkfæri og dóterí...

...hér sést betur hvernig áferðin var á henni, tók þessa áður en það var búið að pússa skúffurnar...

...það þarf ekkert að spurja að því en hún var máluð hvít...

...prinsinn er voða ánægður með hana undir dótið sitt...

...ekki leiðinlegt vera aftur komin með gömlu kommóðuna "sína" inná heimilið...

...svo var hún skreytt með smá risaeðlum og gömlum/gamaldagsmunum...

...litli snáðinn var að leika sér og það er greinilegt að risaeðlur þurfa stundum skó alveg eins og við ;)

...Hvernig finnst ykkur svo útkoman?
Við erum allavega voða sátt með þetta ;)

Wednesday, May 9

Afmælisskotta...

Já míns er afmælisstelpa í dag og í tilefni þess langaði mér að deila með ykkur þessari...


...bauð í smá kaffi í gær...

ÁSTRÖLSK BOMBA klikkar ekki!

Tuesday, May 8

Nýtt líf...

...ég fór í góða hirðirinn um daginn og kippti með mér tveimur kertastjökum sem alveg bráðvantaði nýtt heimili og smá upplyftingu. Ég gleymdi því miður að taka fyrirmynd af þeim ( eins og svo oft áður! ) En þeir voru frekar lúnir greyin, þessi stærri var spreyjaður rauður/gylltur í bland og þessi minni var bara úr dökkum við, ég átti hvítt sprey ( hvítt! ótrúlegt en satt! hehe ) uppí hillu og þá var ekkert annað en að skella því á félagana...


...þeir eru bara voða sætir með öllum hinum félögunum...

...um að gera að gefa gömlum hlutum nýtt líf!

Baðherbergi # 2...

...Já baðherbergið fékk smá meikover í gær eða réttar sagt einn veggurinn þannig þetta mjakast áfram hægt og rólega (listinn yfir það sem þarf að gera á baðherberginu styttist hægt og rólega). En áður var ég búin að taka kommóðu í gegn sjá hér. Ég fór sem sagt í Europrise á völlunum um daginn þar sem það var rýmingarsala og fékk þennan fína spegil á um 1600 kr. Svo var ég búin að kaupa rammahillu í IKEA áður og bætti með smá dúlleríi og þá var það komið, ekki dýrar breytingar en ég er mjög ánægð með þær...

Spegillinn sem var áður var bara spegill sem við áttum og passaði ágætlega þegar ég var með eikina inná baði en eftir að ég var búin að mála og skipta yfir í hvítt þá var hann ekki að passa ( þoldi heldur ekki hvað skvettist mikið á hann þar sem hann náði of langt niður að vaskinum). 


 Svo fannst mér alltaf svo tómlegt á veggnum fyrir ofan klósettið...

Nýji spegillinn kominn upp og mér finnst baðherbergið bara hafa stækkað þar sem hann er svo breiður...

og svo fór rammahillan fyrir ofan klósettið...

              

              FYRIR...                                                                                                          EFTIR...












Ekki miklar breytingar sem voru gerðar í þetta sinn og kostuðu ekki mikið en mér finnst þetta gera mikinn svip á baðherbergið mitt og er alveg hæst ánægð með þetta...

Fiðrildi sem ég átti, klukka úr IKEA, gömul ilmvatnsglös, og rammi úr Europrise sem kostaði undir 100 krónum...

Næst á dagskrá er að gera smá meikover á litlu hillunni sem sést glitta í á fyrstu myndinni ;)

Wednesday, May 2

Eitt gamalt...

...árið 2010 var ég að dunda mér við að föndra myndir úr leðri sem sagt leðurmyndir með flottum setningum ;) Ég gerði nokkrar og gaf í jólagjöf og svo á ég sjálf tvær...

Mamma og pabbi fengu...

 Systir mín fékk...

Svo fékk kallinn að velja það sem færi á okkar mynd og fyrir valinu varð "SVEFNHERBERGI" frumlegt og flott hehe :)

Átti svo slatta afgang af veggfóðri sem ég prófaði svo að nota á eina myndina sem er uppá hillu hjá mér, það kom bara ágætlega út...