Monday, February 27

Skreytinámskeið...

...skellti mér á kertaskreytinámskeið í kvöld, alveg ótrúlega gaman. Ég hef verið að fikta soldið við að skreyta kerti, bæði með myndum og svo með allskyns vírum og dóti og langaði soldið að læra eitthvað meira t.d. hvernig ætti að gera flott fermingar-, afmælis- og brúðkaups kerti og margt fleira. En maður fékk eitt kerti sem við skreyttum og tókum svo með heim.

Hér er sem sagt afrakstur kvöldsins...


og auðvita í nýju uppáhalds litunum, hvítt og ljós bleikt ;)


Gaman að kunna að gera svona blóm og laufblöð fyrir fermingar- og brúðkaupsskreytingar...


...smá svona borði og slaufa til að setja punktinn yfir i-ið ;)


Bara nokkuð sátt með fyrsta blómakertið mitt og auðvita fékk það heiðurssess á fallega arninum mínum...


Nú er bara að vera dugleg að halda áfram að fikta við að skreyta kerti og ég ætti ekki að eiga í erfiðleikum með að gera afmæliskertinn fyrir pjakkinn í framtíðinni ;)

Tuesday, February 21

Baðherbergi #1

...svo margt sem mér langar að gera og bæta inná baðherbergi, flísaleggja, bæta við skápum, skipuleggja, nýtt bað, smíða utanum þvottavélina og þurkarann, nýr spegill, hilla, flísaleggja var ég nokkuð búin að nefna það, mála, flísaleggja og svo mætti lengi telja. En þar sem ég er ekki ennþá búin að vinna í lottóinu (þarf samt kannski að taka þátt til að vinna) þá var ekki til setunar boðið en nota bara það sem til var fyrir og breyta því og bæta :)
Ákvað því um helgina að ráðast á einn vegginn í baðherberginu, en þar er ég með LACK hillu fyrir handklæðin og svo skiptiborð (sem er hægt er að nota sem kommóðu líka) sem ég er reyndar hætt að nota sem skiptiborð þar sem pjakkurinn er orðin svo stór en ég bara tými ekki að henda því í geymslu þar til ég þarf að nota það aftur þannig núna þjónar það þeim tilgangi að vera bara kommóða. En það var farið að sjá aðeins á því, aðeins farið að brotna uppúr á löppunum og orðið eitthvað rispað þannig mig langaði að gera eitthvað við það...

Hér koma fyrir myndir en bara af þessum vegg, eitt í einu gott fólk, eitt í einu...


Draumurinn er að setja stóra skápa þarna (í stíl við vegginn á móti sem þið fáið að sjá seinna) þar sem þetta er baðherbergi/þvottahús en þetta er alveg ágætis bráðabirgða lausn þangað til...


Fallega skiptiborðið/kommóðan mín (sjáið kannski á þessari mynd að það er sko mikil þörf á að flísaleggja gólfið)...


...þar sem ég er alveg sjúk í allt hvítt þessa dagana þá stökk mín í húsasmiðjuna og keypti sér hvíta málningu, og svo var ekkert annað að gera en skrúfa í sundur, pússa og mála þar til hún leit svona út...


...ég sem sagt pússaði og grunnaði svo yfir og málaði svo nokkrar umferðir af hvítu málningunni...


...ég er bara mjög ánægð með nýju kommóðuna/skiptiborðið mitt, finnst vera einhver sjarmi yfir hvítu, það er eitthvað svo stílhreint og notalegt ...


...en þið hafið kannski tekið eftir annarri breytingu líka, LACK hillan sem var eikarlituð er orðin hvít, en ég átti aðra inni hjá syni mínum sem var þar til bráðabirgða og ég bara svissaði á hillum. Svo var bara að setja eitthvað stílhreint og fallegt í hillurnar í stíl...


...kúpullinn er úr RL og blómið og rósakertið úr IKEA...


... kertaglas úr IKEA..


...æðislegur diskur úr IKEA undir skartið...


...voða bleikt og rómó...


...Hvernig finnst ykkur þetta svo koma út?
Flottari svona eða eins og hún var áður?


...ég er allaveg mjög ánægð með breytinguna sem varð á baðherberginu mínu í dag...


...ein svona í tilefni dagsins...


...og svo eftir alla vinnu helgarinnar þá fannst mér ég eiga þetta skilið...


Vona að allir hafi átt ánægjulegan bolludag :)

Tuesday, February 14

MATUR...

...ég sá um daginn í Hús og híbýli (jólablaðið) þar sem var innlit hjá Kolbrúnu Pálínu og þar voru sem sagt stafir límdir á vegg í eldhúsi sem á stóð Matur og ég féll alveg fyrir þessari hugmynd. Ég stökk því í föndru og keypti mér stafi, millistærð af viðarstöfum en þeir kostuðu tæpar 250 kr stk.

Hér eru stafirni ásamt minnstustærð af upphafstöfum hjá stubbnum (kem að því síðar í öðrum pósti).


En ég málaði mína stafi hvíta og hafði keypt segul sem ég svo límdi aftaná og svo skellti ég þessu bara á ísskápinn...


...þeir una sér bara vel á ísskápnum ásamt listaverki litla mannsins á heimilinu :)


Monday, February 13

Fuglahús í G - dúr og fullt af pappír...

...stökk aðeins inní Föndru um helgina til að kaupa pappastafi og eitthvað dúllerí og í leiðinni rakst ég á lítið fuglahús sem var á 50 % afslátti og kippti því með þar sem ég var búin að vera að leita af sætu litlu fuglahúsi inní herbergið hjá stubbnum og það besta við þetta fuglahús var að það var alveg hrátt og gat ég því alveg ráðið því hvernig ég vildi hafa það :) Litli stubburinn var mjög ánægður með þetta þar sem hann fékk að mála húsið meðan mamman málaði stafi og hjarta sem ég hafði keypti í RL sem átti að vera til hvítt líka en var bara til brúnt þegar ég fór þannig þá var bara að taka upp pensilinn og hvítu málinguna...

Stafirnir sem ég keypti ásamt skrapp-pappír sem ég notaði...


Stafirnir voru málaðir hvítir svo klippti ég út pappír og límdi á framhliðina, G-ið sem er upphafsstafurinn hjá stubbnum fékk gamaldagslúkk...


 Hér er G-ið komið á sinn stað í glugganum...


...og unir sér vel þar...



en ef við snúum okkur að fuglahúsinu þá eins og ég sagði fékk gullmolinn að dunda sér að mála með mömmu sinni og stóð hann sig ótrúlega vel...


...ég þurfti bara aðeins að klára að mála það...


...en ég sem sagt málaði það allt hvít, málaði svo þakið blátt og svart inní og klippti út pappír ( sama pappírinn og ég notai á G-ið ) og límdi á framhliðina...


...og þá var litla sæta fuglahúsið sem ég keypti á einhvern 200 kall tilbúið...


 ...hér er hjartað sem ég keypti um daginn í RL...


...og þar sem ég er ekkert voða mikið fyrir svona brúnt eða það allavega passar ekki inn hjá mér þá skellti ég bara smá hvítri málingu á það og pússaði svo létt yfir til að fá svona gamalt lúkk. Mér finnst það allaveg koma betur út svona...



...þegar ég var búin að þessu þá var mín komin í eitthvað pappírsstuð og þar sem ég er að reyna að koma betra skipulagi á allt í þessari litlu íbúð okkar þá hef ég verið að kaupa mér svona smátt og smátt geymslubox og töskur á útsölu til að nota fyrir smádót ( þá aðalega föndurdótið mitt ). Ég keypti þetta box á eitthvað slikk um daginn en fannst það ekkert eitthvað voða fallegt svona svart...


...en eftir smá pappír...


...féll alveg fyrir þessum pappír þegar ég var í söstrene grene um daginn en því miður dugði hann ekki á lokið líka þannig það er spurning um að:
  • kaupa meiri pappír fyrir lokið 
  • mála það hvítt bara 
  • mála það bleikt
Hvað finnst ykkur?

...svo átti ég skókassa niðrí geymslu...


...og pappír uppí skáp...


...og þetta tvennt átti bara svona vel saman, segið svo að það sé ekki hægt að pakka kössum inn ;) Miklu skemmtilegra að opna skápinn og fallegir kassar blasa við manni :)

En helgin var bara nokkuð notaleg og skemmtileg hjá okkur fjölskyldunni, vona að þið hafið átt jafn góða helgi :D

Friday, February 10

Nýjasta uppáhalds...

...er diskur sem ég keypti mér um daginn í RL, hafði séð hann á svo mörgum bloggsíðum og ég var alveg skotin en hafði ekki hugmynd um hvar hann fengist en um leið og ég vissi það þá rauk mín í RL og var svo askoti heppin að ná síðasta eintakinu! og þar sem hann kostaði ekki nema tæp 1500 kr þá lét ég það eftir mér að kaupa hann og sé sko ekki eftir því...


Allt eitthvað svo gamaldags og notalegt...


...á samt eftir að kaupa mér eitthvað smá dúllerí í botninn til að setja punktinn yfir i-ið...


...en sætur er hann er það ekki?

Góða helgi :)

Sveitapúðar...

...þegar litli gullmolinn fór í sérherbergi um 1 árs ákvað ég að hafa sveitaþema inni hjá honum enda kom ekkert annað til greina hjá litla sveitakallinum mínum :) Það voru settir upp límiðar, gardínur, myndir og raðað upp dráttarvélum, allt eitthvað sveitadæmi. Ég prjónaði svo utan um tvo litla IKEA púða fyrir litla mann og auðvita var það sveitaþema ;) En lítið mál að gera svona og þetta gerði mikið fyrir herbergið á sínum tíma, ég saumaði svo bara í púðana það sem ég var búin að teikna upp...

Annar var með bænum og öllum dýrunum...


...og hin með dráttarvélinni (eða dráttarvélinni hans afa eins og sá stutti sagði alltaf).


...þetta vakti allavega mikla lukka hjá þessum stutta og hann hefur alltaf haldið mikið uppá þessa púða...


Wednesday, February 8

Kvöldbæn...

...ég er búin að vera að vinna að því svona smátt og smátt að taka herbergið í gegn hjá litla manninum, aðeins að breyta um stíl hjá honum og taka út þessa skæru liti og koma inn með aðeins daufari liti og skapa meiri svona róandi og kósý stemningu og eitt af því sem pirraði mig soldi eru svörtu rúllu/myrkvunargardínurnar sem eru í herberginu hans en þetta var áður okkar herbergi, hann er sem sagt í hjónasvítunni drengurinn og við í litla/barna herberginu. Ég týmdi ekki að fara að eyða pening í nýjar innri gardínur þar sem hann fær sennilega nýjar ytri gardínur á næstunni. Mér datt þá í hug að mála á gardínurnar hans, vildi ekkert eitthvað svaka listaverk en samt svona eitthvað smá til að poppa þetta upp. Þegar hann var aðeins yngri þá átti hann sængurver með bæn á sem ég var alltaf svo hrifin af og þótti frekar leiðinlegt að geta ekki notað þegar hann fékk stærri sæng þannig mín hugmynd var bara að mála bænina á gardínurnar...

...þetta var smá svona verk þar sem það tók smá tíma að mæla allt út , þannig þetta yrði allt beint og svona nokkurnveginn jafnt allt saman, en útkoman varð sem sagt svona...


...ég skrifaði bænina bara fyrst upp með blýanti og málaði svo ofaní...


...ekkert eitthvað of áberandi og ekkert fyrir þegar það er dregið upp en ég fíla gardínurnar betur núna, finnst þetta svo falleg bæn í barnaherbergi...


næsta verk gera upp gamla kommóðu og gamla kistu í herbergið, mála einn vegg í einhverjum notarlegum lit, kaupa flotta gardínustöng og nýjar gardínur :)

Tuesday, February 7

Þá skal haldið áfram...

...með litla sæta teppið mitt!


...en ekki fyrren ég er búin með þessa hérna!