Tuesday, January 31

Smáverkefni dagsins...

...þar sem kallinn tók óvart lyklana mína og sína með sér í skólann og ég komst því ekki í geymsluna til að ná í sparlsið og spaðann til að geta haldið áfram með kertaarininn minn þó varð mín bara að finna sér annað verkefni! Ég og sonurinn vorum búin að baka og okkur vantaði eitthvað til að dúlla okkur við :)

Ákvað því að hressa aðeins uppá þessa hillu!

Pirraði mig eitthvað að eitt hulstrið væri ekki eins og hin tvö en með smá gjafapappír og lími þá...

Voila!


Líkar mun betur við þetta svona ;)

Bakkaást - DIY...

...er með einhverja voða ást á bökkum þessa dagana og var búin að langa lengi að eignast svona viðarbakka en fann engann sem ég féll fyrir, hafði séð einn jóla en hann var bara svo flottur svona jóla að ég var ekki að týma að breyta hnum eitthvað. Þá var ekkert annað að gera en taka rúnt í góða hirðirinn og þar fann ég þennan...


Já ég veit, ekki sá fallegasti!


En ég var alveg með hugmynd um hvernig ég vildi hafa hann og böndin yrði fyrst til að fjúka!


Eftir að hafa pússað hann með hjálpasama syni mínum sem hélt á ryksuguhausnum meðan mamman pússaði ( já ekki slæmt að hafa 2ja ára hjálparmann sem alveg elskar að fá að hjálpa til ) ákváðum við mæðginin að hann væri bara svona djéskoti flottur bara svona pússaður að við bara týmdum ekki að mála hann ( þó mamman væri alveg búin að ákveða hvernig hann ætti að vera ).

Voila!


Mín var bara alveg að fíla lúkkið á honum svona...


Old sjabbý lúkk er það ekki málið í dag...


Allavega er ég alveg að elska bakkann minn svona...


Svo með annarri uppsetningu Voila!


Ég er allavega alveg að elska bakkann minn sem ég fékk á 250 kall!





En ef ég kem með smá innsýn í hvað er næst á dagskrá...


Þar til næst Njótið! ;)

Sunday, January 29

Lét verða af því

Hef loksins ákveðið að koma mér upp síðu og reyna að blogga smá og þá aðalega um það sem ég er að dunda mér að hverju sinni. Ég alveg elska að prjóna og dunda mér við hinar ýmsu hugmyndir hérna heima og ætla að reyna að hendi inn hugmyndum þegar þær koma og myndum af því sem ég er að föndra hverju sinni.

Ein svona kósý :)

Keypti mér þennan bakka í IKEA um daginn á útsölunni, fannst hann alltaf svo sætur. Ekki veitti af að fjölga kertunum og gera kósý í kringum sig þegar snjóaði sem mest úti!

Njótið :)